Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 4

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 4
ég gii'ti þakkað henni fyrir þann hlut, sem hún, með þessit tiltecki sínu, átti í því að oþna augu min fyrir ýmsu þvi, sem ég áður hugsaði ekki um, e.n búkin, sem hún fœrði mér — Vegur meistarans — hefur fengið mig til að Inigleiða og taka afstöðu til. Fyrsta setningin i bókinni, sem liin ókunna kona fecrði mér, er þannig: „Þegar Jesús kallaði einhvern til að verða leerisvein sinn, notaði hann oft þessi einföldu hvatningarorð: FYLG ÞÚ MÉR!“ Ég gerði mér litla grcin fyrir þvi þegar ég las þessa setningu fyrst, að þetta kall Krists neeði alla leið niður til min. Ég hafði þá engan skilning öðlast á þvi hvað það er, að vera kristinn maður. En þegar ég las eftirfarandi kafla var eins og ofurlitil skima necði inn i hugskot mitt: „Margir deila um þá miklu spurningu: Hvað cr að vera sannkristinn? Skoðanirnar skiþtast, og hver lieldur sinni. En allar slikar deilur eru yfirborðs- legar. Við erum kristin að svo miklu leyti, sem við erum eftirfylgjendur Krists, þvi að frelsið felur það i sér, að fýlgja Jcsú. Þú ert ekki kristinn að jafnmiklu leyti, sem þú þekkir kenningu Krists, ef þii fylgir henni ekki. Kenningin er góð og nauðsynleg. Við þurfum að hafa hana. Vei kristninni þann dag, er vantrúin, iklcedd tiskusýrðri trúreekni, nœr að rifa Bibliuna úr höndum hinna heilögu! Þú getur haft svo og svo hreina kenningu og bibliutrú, en þó verið ókunnug- ur vegi Meistarans. Sannur kristindómur er ekki aðeins i kennisetningum og reglum, heldur i lifssambandi við hinn uþþrisna Frelsara. Það er aðeins þetta samfélag, sem getur gert þig að sönnum lœrisveini Krists. Þú ert kristinn mað- ur, nákvcemlega að jafnmiklu leyti, sem þú fylgir Jesú. Ekki einu skrefi me.ira né minna. Þú ert ekki kristinn vegna þess, að þú scgist vera það, eða vegna þess, að aðrir segja það um þig. Þú ert ekki kristinn vegna þess, að það koma margar stundir, sem þig langar af hjarta að vera það. Þú ert kristinn svo langt, sem þú fylgir Jcsú eftir. Þetta er auðskilið." Staldraðu við eitt augnablik og liugleiddu það, sem hér er sagt. Skilurðu þetta? Fylgja prestarnir Jesú? Þeir þekkja ritningarnar. Þeir þekkja kenning- una, en þeir trúa ekki nema litlu einu af því, sem þar er sagt. Nútiminn vefengir allt, trúir engu, sem ekki verður útskýrt á visu mannlgs hyggjuvits. Vísindin eru Iteiðin, þatt hafna öllu, sem ekki samrýmist þeirra eigin formúlum. Þú fcerð ekki skilið hvað það er að vera kristinn maður, fyr en Meistarinn sjálf- ur „oþnar hugskot“ þitt, og veitir þér þann ceðri skilning, sem hvorki kenning né visindi kunna skil á. Höfundurinn segir á einum stað: „Ég minnist þcss undra vel, er hinn mikli meistari gekk i veg fyrir mig. Það 2 DAGRENN ING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.