Dagrenning - 01.12.1950, Side 14

Dagrenning - 01.12.1950, Side 14
Góg en þær eru ekki sérstaklega nafn- greindar. Athugum nú hverja þessara þjóða eða þjóða- samsteypu fyrir sig: PERSAR. Persar búa á svæðinu milli Persaflóa og Kaspiahafs og eru því nágrannar Rússa í suðri. Persía er nú ekki lengur til sem sjálfstætt ríki, en hefur verið skipt í tvö ríki, Iran og Irak, og ráða Rússar mestu í Norður Iran en Bretar hafa enn nokkur ítök í Suður-Iran og Irak. Áróður Sóvíetríkjanna er óskaplegur í þessurn löndum og þau rnundu fvrir löngu vera orðin rússnesk leppríki, ef hinar miklu olíulindir og olíustöðvar breskra og bandarískra olíufélaga væru ekki því til fyrirstöðu, að Rússar beinlínis tækju lönd þessi með vopnavaldi. Þess mun þó skammt að bíða úr þessu, og ekki mun lokaárás „Gógs“ hefjast fyr en Sóvietríkin liafa á ein- hvern hátt innlimað Persíu hina fornu í ríki sitt. BLÁLENDINGAR. I erlcndum Biblíum er ekki talað um Blá- lendinga, sem á okkar máli táknar Afríku- búa almennt og þá sérstaklega svertingja (blámenn), heldur um „Ethiopiu“ en eins og kunnugt er þá er Ethiopia suðausturhluti Afríku og nú venjulega nefnt Abyssinia. Þetta er ævafornt stór\'eldi, sem hefur átt sín nið- urlægingartímabil og nú er auðvitað ekki nema svipur hjá sjón. Það var þetta ríki, sem Mussolini ætlaði að leggja undir ítalíu er hann hugðist að endurreisa Rómaveldi. Allir vita hvernig það fór. Nú fara litlar sögur af því, sem gerist í Abyssiniu. Þó er vitað að miklar þjóðfélagslegar hreyfingar eiga sér stað þar og í nágrannalöndum Abyssiniu. Það er kommúnisminn, sem þar er á ferðinni. Sóvietríkin eyða tugum milljóna króna á ári hverju í „trúboð" sitt þar, þ. e. að útbreiða kommúnismann meðal svertingja og annara blökkumanna Afríku. Með „Ethiopiu" mun í Biblíunni vafalaust átt við alla suðaustur Afríku, en eins og nú er ástatt lítur út fyrir að Egiptaland og Abyssinia muni skipta á milli sín löndum í Austur-Afríku. Samein- uðu þjóðirnar stvðja kröfuna um yfirráð þessara ríkja, og eru þess fýsandi að Bretar fari frá Súdan, sem þá verður annað hvort lagt undir Egiptaland eða Abyssiniu, eða skipt á milli þcirra. Það má gera ráð fvrir, að kommúnisminn nái mikilli útbreiðslu meðal blökkumanna í Austur-Afríku, Abyss- iniu, Núbiu og Sudan og raunar einnig í Suður-Afríku þótt hinn hvíti kynstofn þar berjist gegn honum. Abyssinia (Ethiopia) verður því eitt þeirra ríkja, sem verða í för Gógs og mun ætlað það hlutverk að ráða niðurlögum hvítra manna og veldis þeirra í Afríku. Menn ættu að taka eftir því hversu hljótt er nú um Abyssiniu og málefni þess ríkis, og vitað er að Bretar munu telja sig ne\xlda til að fara frá Súdan ekki síðar en 1952—1953, en þeir vilja að það landsvæði verði gert að sjálfstæðu ríki. PÚTMENN. Það er eins með þetta rikisheiti og hið næsta hér á undan. í ensku Biblíunni er land þetta kallað „Libya“. Það er fvrst al- veg nú á síðari árum að nafnið Libya hefur aftur heyrst sem lands eða ríkisheiti. Libva er norðaustur strönd Afríku, frá landamær- um Egiptalands að Tunis. Libva er gríðar- mikið landflæmi, en að miklu leyti eyðimerk- ur. Allmarkt fólk býr þó þarna, sérstaklega við ströndina, og liefur því fjölgað mikið hina síðustu áratugi. „Pútmenn" eru núver- andi íbúar Egiptalands og Libyu, því hinir fornu Egiptar eru löngu horfnir af þessum slóðum og eru nú uppistaðan í hinum róm- önsku þjóðum — ítölum, Frökkum og Spán- verjum. — Á þessum slóðum, eða í vörslu 12 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.