Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 34

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 34
verulega mjög svipuð og staða Æðzta ráðs Sovíetríkjanna. Munurinn er aðeins sá, að enn fá hinir fjórir viðurkenndu stjórnmála- flokkar að bjóða fram í kosningum. En allt bendir til þess að sá tími nálgist nú óðum að hætt verður að kjósa til þingsins á þann hátt, sem verið hefur til þessa, en að því skal ekki nánar vikið að sinni. * Ýmsir munu ef til vill segja, að hér sé of djúpt tekið í árinni, en ég fullyrði að vel athuguðu máli, að svo er ekki. En því hef ég reynt að sýna þessa hættulegu þróun í sem skýrustu ljósi, að hún getur leitt til þess, ef ekki verður að gert í tíma, að vér glöt- um alveg öllu lýðfrelsi í þessu landi, og það jafnvel fyrr en okkur varir. Ekki þarf annað en að grímuklæddur landráðaflokkur nái, með stórkostlegri áróðurstækni og fagur- gala, meiri hluta á Alþingi, eða það, sem er þó öllu líklegra, að tveir flokkar geri með sér samsærisbandaJag og hrifsi til sín völd- in líkt og gerðist í Tékkóslóvakíu 1948. Fvrr en þetta atriði er skilið alveg til hlítar þýðir ekki að ræða hina aðra þætti stjórnarskrármálsins. Hættan liggur öll í því að einn þáttur ríkisvaldsins verði of sterkur en hinir tveir of veikir, svo hið nauðsynlega jafnvægi í þjóðfélaginu glatist. Ymsir rnenn í landinu hafa nú komið auga á þennan höfuðþátt stjórnarskrármáls- ins, sem því rniður virðist vera dulinn flest- um stjórnmálaleiðtogum þessa lands og raunar öllum almenningi líka. Þegar til úrslitaátakanna kemur í stjóm- arskrármálinu, er það höfuð atriði, að þjóð- in skiptist urn rnálið í tvo flokka eftir því hvort hún vill aðskilja að fullu löggjafar- valdið og framkvæmdarvaldið, eða hvort hún vill hafa allt vald áfram hjá Alþingi og aðeins reyna að draga eitthvað úr mestu göllum þess fyrirkomulags. Allt annað skiptir þar rninna máli, þótt það á engan hátt geti talist þýðingarlítið eða aukaatriði, svo sem t. d. kjördæmaskipun- in og kosningafvrirkomulagið, senr ýrnsir telja þýðingamiesta mál hinnar nýju stjórn- skipunar. En athugið það vel, að afstaðan til þess hve þýðingarmikil þau atriði eru, fer alveg eftir því, um hvort skipulagið er að ræða, þingræði eða þjóðræði. Ef menn ætla aðeins að endurbæta þing- ræðisskipulagið, sem við nú búum við, er það alveg rétt að kjördæmaskipunin er bein- línis aðalatriði væntanlegra brevtinga, vegna þess, að undir því fyrirkomulagi kýs þjóðin stjórnendur sína á þann hátt og um Jeið og hún kýs löggjafa sína. Undir þjóðræðisforminu aftur á móti kýs þjóðin stjórnanda sinn — forsetann — í alveg sérstakri kosningu og er sér þess með- vitandi þá um leið, hvert vald hún fær hon- um í lrendur. í öðrum kosningum kýs þjóð- in svo Jögg/afa sína og ætti lrún að velja þá fvrst og fremst með það fyrir augurn, sem verður þeirra aðalstarf — að setja þjóðinni lög og lífsreglur. — Kjördæmaskipunin og kosningafyrirkomulagið hlýtur því að verða með nokkuð öðrum hætti undir þjóðræðis- kerfinu en undir þingræðiskerfinu. Sú mótbára heyrist oft þegar rætt er um aukið forsetavald, að þjóðinni geti af því stafað rnikil einræðishætta. Forsetinn geti hrifsað völdin í sínar hendur, afnumið þingið og stjónað með einveldi eftir það. Auðvitað getur slíkt komið fyrir, og fyrir það verður aldrei girt. Það getur alveg eins komið fyrir, og hefur komið fvrir á allra síð- ustu árum — að tveir samsærisflokkar hafa náð meiri hluta valdi á þingi og hrifsað til sín öll völd. Það hefur gerzt bæði í Ung- verjalandi og Tékkóslóvakíu, þar sem þó höfuðsamtök nútíma einræðis — kommún- istaflokkarnir — áttu miklu minna fvlgi að fagna, en þau sarntök eiga nú liér á landi. En á það má einnig benda, að þetta 32 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.