Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 28

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 28
verið hulið athygli vorri og henni er nú sér- staklega beint að tímabilinu frá 1952/1953 til 1956/1957. Spádómar, í þeim skilningi að segja fyrir um óorðna hluti, eru hættulegir, nema vér jafnframt getum fært full rök að því, að spádómar Biblíunnar hafi komið fram nú á dögum, og það án þess að vekja nokkra æs- ingu eða í þeim tilgangi að örva þá, sem ekkert gengur til annað en forvitnin. Guð hefur ekki enn opinberað sannindi sín um þessi mál neinum þeim manni, er ekki sinnir kröfum Hans og skilyrðum. Þess vegna, er það, að þó það kunni að vera mögulegt að sjá fyrir næstu atburði, þá mun sú opinberun aðeins birtast hinum trúuðu, (öðrum verður sú viska einber heimska). Það á að verða þaggað niður í þessum tveim vottum i 3V2 ár. Af hverjum, hvar og livers vegna? Eins og áður cr tekið fram þá skulum vér forðast alla spádóma á eigin spýtur og af gnægðum hugmyndaflugsins, heldur skulum vér gefa gætur að atburðunum. Athugið þessi mál út af fvrir yður og ef þér eruð her- menn Krists, reiðubúnir til að rísa upp og hervæðast, þá munuð þér fá fvrirskipanir og hlýða þeim, og sigurinn mun verða vðar, vegna trúarinnar á Krist. ★ Ilin mikla Anti-Guðs herferð er nú þegar í fullum gangi. Eru ekki skýrar bendingar um það, að sennilega eigi síðar en á árinu 1952, muni stórveldi, sem er undir áhrifum frá Satan, leggja undir sig Palestínu og setja upp „tjaldbúð" í Landinu helga? Samein- uðu þjóðimar (U. N. O.) eru vamarlausar gegn slíkri árás. Samband Sameinuðu þjóð- anna var hvorki stofnað af Guði, né heldur leitar það til Guðs um leiðsögu. Það er hin mannlega vizka ein, sem þar ræður, og þar af leiðandi eru þau samtök vanmáttug, og það er greinilega ætlun Guðs að sýna það. — En Israel er og verður ísrael hvað sem öllu öðru líður. Getur það verið að þessi Anti-Guðs og Anti-Krists stjórnandi muni sitja Guðs hei- lögu borg í þrjú og hálft ár (1952—'56) og bæla niður, ekki aðeins í Jerúsalem, heldur um gcn'alt yfirráðasvæði sitt, alla aðra trú en kommúnisma? Kommúnisinn mun freista margra, en ef hann er hugjsón þessa heims, þá er allt frelsi liðið undir lok. Vott- arnir tveir liggja dauðir á strætum borgarinn- ar (ríkisins), sem andlega heitir Sódóma og Egyptaland. Dauði þeirra mun þó verða með þeim hætti, að þessum tveim vottum mun verða veitt valdið aftur á dásamlegan hátt. Hér eru nokkur atriði, sem vel eru þess verð, að þeim sé gaumur gefin og röð þeirra. Ef fimmti engillinn með fimmtu básúnuna blés árið 1914 og boðaði fyrstu heimsstyrj- öldina, sem stóð til 1939, þegar sjötti eng- illinn blés sjöttu básúnuna og boðaði aðra heimsstyrjöld, sem standa mun til 1956, þá eru síðustu þrjú og hálfa árið af því tímabili í lok þeirrar styrjaldar til undirbúnings komu sjöunda engilsins, sem blæs í sjöundu bá- súnuna (sjá Opinberunarb. XI.). Það boðar þá þriðju heimsstyrjöldina, sem koma mun þá þegar, og henni munu fvlgja síðustu plág- urnar sjö, sem eyðileggja skulu hið gamla babylonska skipulag gersamlega, líkt og þeg- ar kvamarsteini er sökt í djúpið. Hvatning- arorðin sem nú (1950) eiga við eru: „Gangið út úr henni, mitt fólk, svo að þér hreppið eigi plágur hennar.“ ísrael er „mitt flók“. Guð vill ekki aðeins hvetja ísrael (bæði „hús“ ísraels) til að „koma út“, heldur mun hann neyða þá til þess með afli aðstæðn- anna, og „frelsa þá sökum nafns síns.“ Það mun verða hverjum einstökum í sjálfsvald sett að ákveða, hvort hann vill taka Guð trúanlegan og orð Ilans. Hinn kosturinn er að fvlkja sér í lið óvinarins, Satans, og þjást með í plágunum, sem hreinsa munu til í öllu því öngþveiti er „siðmenning“ Satans 26 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.