Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 18

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 18
ar helgu prýði (þ. e. í Palestínu); þá nrun hann undir lok líða og enginn hjálpa honum.“ Margir líta svo á að „skrauttjöldin“ eða „tjaldbúðin", sem Góg setur á stofn í Pale- stínu, sé hið núverandi Ísraelsríki, sem Rúss- ar og Zíonistar hafa stofnað þar, og ekki er nema að örlitlu leyti byggt fólki af ísraels- ætt. En þetta á allt eftir að koma betur í ljós á næstu tveimur árum. * Merkasti atburður síðustu missira er vafa- laust för Attlees forsætisráðherra Breta á fund Trumans Bandaríkjaforseta. Sá atburður sýnir betur en allt annað að stund hættunnar nálgast nú óðfluga. Manni kemur í hug síð- asti fundur þessara tveggja forustumanna. Hann var í Postdam í Þýzkalandi í ágústbvrj- un 1945. Þá var ákveðið að varpa kjarnorku- sprengju á Japan. Á þeim fundi var sam- þykkt að leysa upp hinn ágæta her engil- saxneskra þjóða, sem þá var undir vopnum í Evrópu og sem hefði getað frelsað alla Evrópu undan ánauð Sóvíetríkjanna. Hvorugur þessara miklu forustumanna virt- ust þá hafa hugmynd um, að Hitler var ekki annað en þjónn Sóvíetríkjanna og alheims- kommúnismans, og hlutverk hans var að tor- tírna Þýskalandi, enda hefur engin ein per- sóna unnið Sóvíetríkjunum annað eins gagn og Hitler. Ætli þeir skilji þetta nú? Það er grátlegt að hugsa til þess hvernig hinar engilsaxnesku þjóðir hafa látið hinar „tælandi tungur“ Sóvíetríkjanna leika á sig á undanförnum árum, blekkja sig og afvega- leiða. En þetta varð ekki umflúið og þýðir ekki um að sakast. Hvorki Bretland, Banda- ríkin, Norðurlönd né aðrar skyldar þjóðir skilja það enn, að þær eru ísraelslýður hinn forni, en einmitt fullkominn skilingur á því atriði skiptir nú meginmáli. Sá sem skilur, að Sóvíctríkin og öll fylgiríki þeirra, stór og smá, eru „liðsafnaður“ „Gógs í Magoglandi“, skilur það einnig að sá, sem þeim liðsafnaði er stefnt gegn eru engir aðrir en ísraclsmenn. Það sjá allir, að slíkan liðsafnað þarf ekki gegn ísraelsriki hinu nýja í Palestínu, sem nú þegar er hálfgert leppríki Rússa og að mestu byggt fólki frá Rússlandi, og leppríkjum þess, heldur er hér átt við annan ísrael — liinn sanna ísrael — sem nú er orð- inn bæði „rnikil þjóð“ (Bandaríkin) og „fjöldi þjóða“ (Breska heimsveldið og skyldar þjóð- ir) eins og heitið var að verða rnundi. (1. Mós. 48. 19). Hinn nrikli liðsafnaður Rússa gegn Engilsöxum og hin heiðna lífsskoðun komnninismans mun hvorttveggja vekja hin- ar engilsaxnesku og norrænu þjóðir af þeim svefni, sem þær sofa enn. Fyrsta merkið urn ofurlítinn skilning í þessu efni er för Attlees forsætisráðherra vestur um haf. í ræðurn sín- um hefur hann látið í ljós þá skoðun, að „samvinna Breta og Bandaríkjamanna sé aldrei meiri en á hættunnar stund“. Það er hverju orði sannara, en þegar þeir hafa sam- eiginlega sigrast á hættunni, hætta þeir sam- starfinu og láta reka á reiðanunr út í nýjar ógöngur. í tveim heimsstyrjöldum hafa þeir stað- ið saman og sigrað þótt illa líti út. Nú eru síðustu og ógurlegustu átökin eftir og nú fyrst í þessum átökurn mun þeim verða það Ijóst, að þeir eru ísraelsmenn og ber að liegða sér samkvæmt því. Sameinuðu þjóðimar rnunu bráðlega líða undir lok, því þær eru nú þegar óstarfhæfar. Hinsvegar munu samtök ísraelsmanna vaxa og verða æ sterkari. Þau munu hreinsast af óviðkomandi aðilum og einir munu ísrels- menn nútímans heyja lokabaráttuna við liina miklu herskara Gógs, og sigra þá, enda mun sá stýra hersveitum ísraels, sem til þess var valinn frá öndverðu — Jesús frá Nasaret. 16 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.