Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 33

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 33
Ef við lítum í stjórnarskrána frá 1944 seg- ir þar í 2. gr.: „Alþingi og forseti íslands fara saman með löggjafarvaklið. Forseti og önnur st/órnarvöld samkvæmt stjómarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmdan'aldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“ Það er óþarft að eyða löngu máli i að tala um löggjafarvald forsetans. Það er blátt áfram ekkert af þeirri einföldu ástæðu, að hann getur engin lög sett hvað mikið sem við ligg- ur, nema að einhver ráðherra áriti lögin með forsetanum, öll slík bráðabirgðalög eru sett af ríkisstjórninni og að hennar beiðni, rétt- ast væri að orða þetta þannig, að forseti geti ef þess er þörf komið í veg fvrir að ríkisstjórn- in setji, á milli þinga, lög að eigin geðþótta. Lítum svo á greinina, sem fjallar um frarn- kvæmdan'aldið. Þar segir: „Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrurn landslögum fara með fram- kvæmdarvaldið.“ Það er gaman að bera þessa grein saman við samsvarandi grein í stjórnarskránni sem gilti meðan ísland var konungsríki. Þá hljóðaði 2. gr. stjórnarskrárinnar þannig: „Löggjafarvaldið er hjá konungi og Alþingi, báðum saman, framkvæmdarvaldið er hjá konungi og dómsvaldið hjá dómendum." Hér eru eins og rnenn sjá engin „önnur stjóman'öld“ sem eiga að fara með fram- kvæmdan'aldið með konunginum, hvorki „samkvæmt stjómarskránni“ né heldur „öðrum landslögum“. En hver eru þá þessi „önnur stjórnarvöld“ sem um getur verið að ræða að fari með farmkvæmdan'aldið ásamt forseta. Það kemur skýrum orðum í 13. gr. stjórnar- skrárinnar, en hún hljóðar þannig: „Forseti lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“ Af þessu er það ótvírætt að það er ríkis- stjóm — ráðherrar, sem Alþingi velur — sem fara með vald forsetans. En þetta næg- ir ekki. Hluta af forsetavaldinu má auk þess fá öðrum aðilum samkvæmt „öðrum landslögum“ en stjómarskránni. Hverjir skyldu þeir aðilar vera? Þeir koma fljótt í leitirnar ef að er gáð. Það eru „nefndirnar og ráðin“, sem Alþingi er svo óspart á að skipa. Gangur málsins er þá þessi: Alþingi setur lög um tilteknar fram- kvæmdir, eins og því ber og það á að gera. En í stað þess að fela forseta rikisins og ríkisstjórn hans framkvæmd málsins, eins og stjórnarskráin ætlast til, setur Alþingi þau ákvæði í lögin að sérstakt ráð eða nefnd, sem það sjálft kýs, skuli fara með stjóm og framkvæmd alla hjá fyrirtækinu. Þetta ei leiðin, sem Alþingi fer til þess að taka framkvæmdarvaldið í sínar hend- ur, og takið vel eftir því, að þessum ákvæð- um var bætt inn í stjórnarskrána þegar for- setavaldið var flutt inn í landið. Þau voru þar ekki áður. Ef vér lítum á ákvæðin um dómsvaldið á sama hátt, segir um það í 59. gr. stjórnar- skrárinnar: „Skipun dómsvaldsins verður eigi ákvðin nema með lögum.“ Þetta er allt, sem máli skiptir. Hver heilvita maður getur því séð, að Alþingi getur með ein- földum lögum breytt dómaskipun landsins og meira að segja sjálfum Hæstarétti hve- nær sem því býður svo við að horfa. Þetta verður að nægja, tímans vegna, til þess að sýna og sanna, að sú stjórnar- skrá, sem vér nú búum við, leggur allt ríkis- valdið beint í hendur Alþingis. Alþingi er því nú í dag einræðisstoínun, sem farið get- ur sinu fram svo að kalla í öllum greinum, án þess að reka sig verulega á nokkurt ann- að þjóðfélagsvald, sem það þarf að taka verulegt tillit til. Staða þess er því nú, raun- DAGRENNING 31

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.