Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 35

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 35
skipulag er búið að standa bæði í Banda ríkjunum og að nokkru í Sviss í rneira en 100 ár, og þar hefur það aldrei gerzt, að forsetarnir liafi hrifsað til sín öll völd. Slíki hefur aftur á rnóti gerzt i lýðveldum Suð- ur-Ameríku, en þar hafa það alveg eins oft, eða oftar, verið herforingjar eða forustu- menn dulbúinna samsærissamtaka, sem hafa náð valdi yfir hernum eða einhverjum hluta hans, sem þessar byltingar liafa gert. Þess ber og að gæta í þessu sambandi, að nor- rænar og engilsaxneskar þjóðir eru bæði bct- ur mannaðar, löghlýðnari og hafa miklu meiri revnslu í að stjórna sér að frjálsum liætti, en þær þjóðir hafa, sem byggja lýð- veldi Suður-Ameríku. í stjómlögum ríkja verður það aldrei þ'rirbvggt að samsærisfor- ingjar geti hrifsað til sín einræðisvald, það verður aðeins þrirbyggt með því, að þjóð- irnar gjaldi varhuga við lausung og lýgi slíkra manna eða flokka. Sú mótbára hefur einnig heyrzt, að undir þjóðræðisskipulagi mundi geta orðið svo rnikill árekstur rnilli forsetans og þingsins, að ómögulegt geti orðið að stjórna ríkinu. Það hefur oft komið fyrir í Bandaríkjunum, þar sem þjóðraaðið er fastast í sessi og mest reynt, að rneiri hluti þings hefur verið af öðrum flokki en forsetinn. Afleiðingin hef- ur aJdrei orðið sú, að ómögulegt væri að stjórna ríkinu. En slíkt ástand gerir það að verkum að forsetinn kemur ekki frarn ýms- urn málum, sem hann vill fá fram og lög- gjöf þarf til, og eins getur þingið dregið úr ýmsri eyðslu forsetans og skapað honum að ýmsu leyti örðugleika. Ilins vegar getur for- setinn ekki á nókkuin hátt komið í veg fvrir að fulítrúar þjóðarinnar á þingi komi fram sínum viíja. Hann getur að vísu neitað að undirrita lög frá þinginu — og það hefur komið fyrir — en endursamþykki þingið slík lög með tilteknum meiri liluta verða þau að lögum, gegn vilja forsetans. Þessir árekstr- ar valda því aJdrei, að þjóðskulagið sé ekki stjórnhæft. Þar er ávalt til ábyrgur aðili, sem fer með ríkisstjómina, og enginn getur hindrað í því að framkvæma nauðsvnlegar stjórnarathafnir. En hvemig er þetta nú í okkar eigin landi undir þingræðinu? Ilér getur það kornið fvrir — og liefur alveg nýlega komið fyrir — að Alþingi var þess ekki magnugt í tvö ár að mynda ríkisstjórn, og við höfum hvað eftir annað átt í stjómarkreppum mánuð- um saman. Allan þann tíma hefur öll stjórn, bæði á fjármálum ríkisins og í öðrum grein- um, verið til bráðabirgða, stefnulaus og fálmandi, enda skapað öngþveiti og vand- ræði á margan hátt. Það er því ekki úr háum söðli að detta hvað þetta atriði snertir og mundi með upptöku þjóðræðis verða stefnt mjög til batnaðar frá því, sem nú er. Okkur 'í stjómarskrárfélaginu í Reykja- vík er orðið fyllilega Ijós þýðing þess að greina að fullu sundur löggjafar- og fram- kvæmdarvaldið og upp úr þeim viðræðum lrafa orðið til þau fimm meginboðorð, sem við teljum, að allir þeir menn í þessu landi eigi að fylkja sér um, sem á annað borð vilja vinna að stjórnarskrármálinu af ein- lægni og skilningi, og án allra bakþanka um flokkslegan ávinning. Við teljum að fullnægjandi lausn fáist ekki nema liin nýja stjómskipan verði á þá leið, að framkvæmdarvald og löggjafarvald verði að fullu aðskilið. Þá teljum við og, að trvggja þurfi mun betur en nú er, frelsi ein- staklingsins og réttaröryggið í landinu, en hvorttveggja er nú við að glatast. Einveldi Alþingis lýsir sér ekki hvað síst í því að svo að kalla á liverju ári eru sett lög og reglugerðir, sem skerða meira og rneira frelsi einstaklingsins til að bjarga sér og lifa lífi sínu óáreittur af öðrum, og allt athafna, viðskipta, fjárhags og menningarlíf þjóðar- innar er reirt í sí-harðnandi viðjar. DAGRENNING 33

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.