Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 40

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 40
að þeir séu — hver einn og einasti — meira og minna „undirokaðir af djöflinum“ — og leiti sjálíir lausnar ur þeirn viðjum. — Meðan Lady Harding flutti ræðu sína ríkti dauðaþögn og að henni lokinni kvað við öflugasta lófatakið sem nokkur ræðumanna fékk þennan eftirminnilega dag. Menn fundu að hún hafði talað sannleika. Þegar Dagrenningu barst bréf það, sem hér fer á eftir og fjallar urn þetta sama efni, sem Lady Llarding fjallaði svo skörulega um, taldi ritstj. Dagrenningar rétt að birta það, þótt það upphaflega væri ekki ritað í þeim tilgangi. Höfundur bréfsins er Sigurður Svein- bjarnarson trúboði, sem öllum landsmönn- unr er kunnur og margir hafa eflaust heyrt tala um þetta efni áður. Bréfkafh hans fer nú hér á eftir: „Hver var orsök tilveru djöfulsins? Heilög Ritning gefur oss vel glögga útskýringu því viðkomandi, en tínra og rúms vegna mun ég þó ekki koma með nema sumar af þeim helstu tilvitnunum: „Og Guð leit allt, sem Hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott." 1. Mósebók 1:31, v. (very good (rnjög gott) ensk þýðing). Fyrst er þá að íhuga það, að vort frelsi og frjálsa val til þess að gjöra oss að mönnum eða ómennum, hefir sínar rétt-lögmætu af- leiðingar. Auðvitað gildir þetta frelsi og frjálsa val jafnt um menn og engla, engla og menn. Hæzta stig tilbeiðslu viðkomandi getum vér lesið í 1. Konungabók 18, 21—40, og Daníel þriðja kapítula. Af þessu get- um vér séð hverjum tilbeiðsla heyr- ir til. — Sjá einnig: (Lúk. 4, 1—13). — Þar næst skulum vér íhuga virka þátttöku kar- akters, eðlis og eiginleika höggormsins (djöf- ulsins), og svo skulum vér einnig íhuga virka þátttöku karakters, eðlis og eiginleika Guðs og Jesú Krists. Fyrstu orð höggormsins (djöfulsins) lýsa karakter eiginleika hans, og mætti kalla þau tortryggiþs-áróður: „Er það satt að Guð hafi sagt.“ (Yea, (hu!) hath God said.) 1. Mós. 3, 1.—4. v. Önnur setning (aðalatriði) „Vissulega munuð þið ekki deyja,“ og þar- með gjörir hann orð Drottins Guðs að lýgi. Heilög Ritning upplýsir oss um aðeins þrjá erkiengla: Mikael, verndarengil Gyðinga (Dan. 10, 21.), Gabriel, sem nokkuð oft er nefndur, og boðaði Maríu mev fæðingu Drottins Jesú Krists, og svo Lueifer, senr þýð- ir: sá er Ijósið ber, en síðanneir hefir hann með framkomu sinni og verkum áunnið sér þau nöfn, sem rituð eru í Op. Bók. 12, 9: „og varpað var niður drekanum mikla, hinum gamla höggormi, sem heitir djöfull og Sat- an, honunr sem afvegaleiðir alla heimsbyggð- ina — honum var varpað niður á jörðina, og englum hans var varpað niður með hon- um.“ (Sörnu nöfn eru í Op. Bók. 20, 2. v.), og í 2. Kor. 4, 4., er hann nefndur: „guð þessa heims.“ (Sjá og les Op. Bók. 22, 18.—21. v.) Næst skulum vér íhuga hina eftirtektar- og undraverðu lýsingu af þessum ljómandi fallega engli, áður en hann gjörði uppreisn gegn Guði. Ileilög Ritning upplýsir oss um það í Esekiel 28, 12.—1. v.: „Og orð Drott- ins kom til mín svo hljóðlega: Manns-son hef upp harmljóð yfir konunginum í Tyrus (konungurinn í Tyrus táknar Lucifer, djöf- ulinn) og seg við hann: Svo segir Herrann Drottinn: Þú varst ímynd innsiglishrings, fullur af speki og fullkominn að fegurð! Þú varst í Eden, aldingarði Guðs. Þú varst þak- inn alls konar dýrum steinum: karneol, tóp- as, jaspis, kry'solit, sjóam, ónyx, safir, karb- unkul, smaragð, og umgjörðir þínar og út- flúr var gjört af gulli; daginn sem þú varst skapaður, var það búið til. — Ég hafði skip- að þig verndar kerúb; þú varst á hinu heilaga Guðsfjalli; þú gekst innan um glóandi steina. 38 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.