Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 20

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 20
til að leita fyrirgefningar synda sinna og sam- bands við alvald himins og jarðar. Það er of almennt álitið, að það sé bæn, þegar leitað er til himneskra máttarvalda, þegar einhvers sérstaks þarf að biðja. Því ber ekki að neita, að það er vissulega einn þáttur bænarlífsins að leggja hverskyns vand- kvæði og skort fyrir hinmaföðurinn til úr- lausnar. Einn postulinn hvetur meira að segja söfnuðina til að gera Guði kunnar þarfir sínar í einu og öllu í bænum sínum. En ef við höfum „faðirvorið“ í huga, hvað er það mikið af þeirri bæn, sem kemur jarðnesk- um þörfum við? Það er aðeins ein bænin: Gef oss í dag vort daglegt brauð. Allar hin- ar bænimar miða í andlega og siðferðilega átt. Við biðjum þar um, að Guðs nafn helg- ist meðal vor, Guðsríki komi, Guðs vilji verði, fyrirgefning syndanna, styrk í freistingum og frelsun frá hinu illa. Og þetta er bænin, sem Jesús kenndi sjálfur og með henni skapaði þá fyrirmynd, sem kristnir menn eiga að fara eftir. Bænin, eins og Jesús kenndi hana, er því leitun andlegs samfélags við guð- dóminn, en ekki nema að litlu leyti beiðni um tímanlega hjálp. Enda segir hann á öðr- um stað, að ef maður öðlist guðssamfélagið og tileinki sér guðsríki í huga og hjarta, þá muni allt annað veitast að auki. í textanum lítur út fyrir að Jesú hafi fund- ist til um skort á trú og skilningi á bæninni hjá lærisveinum sínum. Enda er það að sumu leyti skiljanlegt, ef maður liefur í huga trú- arskoðanir margra Gyðinga á þeim dögum. Það var sem sé algeng skoðun margra trú- aðra Gvðinga á Jesú dögum, að guðdómur- inn væri svo heilagur og hátt upp hafinn yfir svndugt mannkyn, að ekkert þýddi fyrir mennina að ákalla hann og biðja. Við þessa skoðun á Jesús líka að etja, þegar liann pré- dikar boðskap sinn um alstaðar nálægð Guðs föður, þann sannleika sem síra Matthías orðar svo snilldarlega: Hann heyrir sínum himni frá, hvert hjartaslag þitt jörðu á. Til þess að hnekkja þeirri vantrú, að Guð láti sig bænir syndugra manna engu skifta, segir Jesús dæmisöguna um vininn, sem vak- inn er upp um hánótt, og gerir að vilja nauð- leitarmannsins, fyrir þrábeiðni hans og áleitni. Þetta dæmi segir hann til að árétta kenningu sína um nálægð Guðs og mátt þeirrar bænar, sem beðin er í trú og trausti. „Biðjið, og yður mun gefast; leitið, og þér munuð finna; knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því sá öðlast, sem biður, sá finn- ur, sem leitar og fyrir þeim mun upplokið, sem á knýr.“ Líklega getur nútímakynslóðin hér á landi ekki talist nrikið biðjandi kynslóð. En skortur bænarlífsins hér mun eiga aðrar orsakir en hjá Gyðingum á dögum Jesú. Þeir héldu að Guð væri svo langt í burtu, að hann ln orki Iieyrði né skevtti bænum syndugra og van- máttkra manna. Ætli það sé af því að vér biðjum ekki? Ætli það sé ekki heldur af því, að við skiljum ekki og skeytum ekki um, hvers við förum á mis við afrækslu bæn- arlífsins? Ég hef orðið var við þá skoðun hjá ýmsum, að þeir álitu allt tal um bæn og bænheyrslu aðeins leifar gamallar fáfræði og hjátrúar, og Guð og öll guðstrú væri að nokkru leyti horfin þeim, ekki upp í sjöunda himin heilagleikans, heldur algerlega úr með- vitund þeirra. Það er ekki svo fátítt, sem mað- ur skyldi halda, að menn velta h’rir sér spurn- ingunni: Þýðir nokkuð að biðja? Er hin svo- kallaða bænheyrsla nokkuð annað en ímynd- un og hjátrú? Ef tími væri til, gæti ég sagt ótal áþreifanleg og sannanleg dæmi um bæn- heyrslu, sem ekki verður efast um, þar sem bænheyrslan hefur verið beint svar við því, sem um var beðið. Og ekki eru færri dæmi þess, að bæninni hefur verið svarað, en á annan hátt, heldur en um var beðið. Biðjand- inn hefur í fávizku sinni beðið um það, sem 18 DAGRENNiNG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.