Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 27

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 27
F. B. EDGELL: Vottarnír tveir. Eyru til að heyra. Augu til að sjá. Megi sáj er vizkuna hefur skilja. Hver einlægur maður, er Biblíuna kannai og er sannur í trú sinni, hlýtur að sjá að búið er að skipta heiminum í tvær höfuðfylking- ar. Annarsvegar fylkingu, sem er með Guði og Kristi, og hins vegar fylkingu, sem er móti Guði og Kristi. Þetta er skýr bending um það, hvar vér erum stödd í rás tímans, og það sem rneira er, vér getum ekki komist hjá því að velja um annan hvorn flokkinn. Vér höf- um nú náð hæsta stiginu, þegar stjórn Sat- ans og valdi hans yfir fjöldanum verður að fullu útrýmit. „Guð þessa heims" hefur ríkt í hjörtum barna óhlýðninnar, en þessu mun verða lok- ið. Fáfræðin mun víkja fyrir þekkingunni. Opinberun mun koma í stað blindu. Valið stendur nú alveg sérstaklega til boða „Guðs útvöldu þjóð“ — ísrael — ekki aðeins þeim, sem eru af ætt Júda, heldur öUum ísrael. Guð gerði þann órjúfanlega sáttmála við Abraham, að „af hans afkvæmi skyldu allar þjóðir jarðarinnar blessun hljóta.“ Þessi sátt- máli var óafturkallanlegur. Við þennan sátt- mála bættist svo síðar lögmálið eða sáttmál- inn, sem Guð gerði við Móse, til þess að sýna ísrael — (hinni útvöldu þjóð), að það var ekki þeirra vegna eða vegna nokkurs verks eða verðskuldunar þeirra, heldur eins og Páll segir: „til að leiða þá til Krists.“ Bæði „hús“ ísraels, bæði konungsríki þess — Júda og ísrael, báðar þjóðir þess — standa fyrir Guði bornar tvöfaldri ákæm. Hvorki ísrael né Júda hafa sett Guð æðst- an. Báðir beygja þeir kné sín fyrir skurðgoð- um, þrátt fyrir trú sína. Guð heitir því að leiðrétta þetta af miskunn sinni, þó eigi án refsingar. Lögmálið er raunverulega kjarni Gamla testamentisins. Það snertir ekki beint aðrar þjóðir en ísraelsmenn. Það er og saga ísraels undir lögmálinu. Að sínu levti er „hið nýja lögmál“eins kjarni Nýja-Testanrent- isins og auðsjáanlega á það að undirbúa jarð- veginn fyrjr „hina nýju Jerúsalem.“ Urn bæði þessi lögmál er táknrænt talað í Heilagri ritn- ingu, sem olífutrén tvö, Ijósastikunrar tvær, vottana tvo er standa frammi fyrir Drottni. Tveir vottar að vísu, en hvaða gildi hefir vitn- isburður þeirra haft fyrir mannkynið? Satan hefur ávallt rangfært staðreyndir, vilt fólki sýn um Guð, og oftsinnis með uppgerðar trú notað kristna trúvillinga til að blinda huga fjöldans og halda honum í myrkrinu. Svo gífurleg voru áhrif hans, að á „hinum dimmu öldum“ (í 1260 ár) leyfði Kaþólska kirkjan ekki að Biblían væri lesin. Siðabótin kom vitnisburði hennar í dags- ljósið, en spádómar tjá oss, að ljós hennar rnuni aftur \’erða myrkvað um hríð, þ. e. í „3V2 dag“, en eftir þeim nrælikvarða, sem notaður er í spádómum Biblíunnar, þýðir það 3V2 ár. Margir rithöfundar hafa gert tilraun til að sýna fram á að þetta 3U2 ár sé liðið. Aðrir hafa beðið eftir sönnunum. Síð- ustu ár liafa leitt í ljós fyrir tilverknað þeirra, er rannsaka Pýramidann mikla og Biblíuna, ýmislegt í tímatalinu, er hingað til liefir DAGRENNING 25

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.