Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 26
Ó, það mikla ragna-rökkur! Rojar hvcrgi fyrir sól? Getur nokkur heilög haldið hatri jyrir þessi jól? Heimurinn er á heljar þremi, hljóð eru blóði roðin vé. — — Eg er barn, — en Guð í gegnum geig og tár og blóð eg sé! Þvi eg veit, þótt enn þá enginn á það geli sönnur jœrt: í og með og undir þessum ógnum blikar leijtur-skœrt Ijósið elsku’ og vizku-valda, veröld enn þá hulið sýn. Gegnum hergný alla, alla ertu’ að kalla, Guð, til þin! En sú birta! En sá jriður! Ó, hve Ijómar stofan min, — þetta litla Ijós i þúsmid Ijósa dýrðarmagni skin! — Sjá, hvar mynd af syni mínum, sveiþuð fána œttar-lands, brosir við mér eins og engill yndisbrosi kœrleikans! Dánir vakna, dánir lifa! Dagur skin af nýrri öld, — kœrleiks-heima alla oþna öllum himnesk máttarvöld! — — Jólastjarnan stafar Ijóma stillt á gluggans hrimga rós. Svona’ er gott i Guði að sefa grát og kvöl við jólaljós!

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.