Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 16

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 16
ingu að ræða, heldur sé hér átt við f/ölda þjóð — einskonar þjóðflokka samsafn. Er þá engum blöðurn um að fletta, að hér rnuni átt við hina mongólsku þjóðflokka, fjölda svo mikinri að eigi verður talinn, Kín- verja, Kóreumenn, Tíbetbúa, Burmamenn o. fl. Asíuþjóðir af mongólskum uppruna — þ. á. m. Japani. Þessi mikla „fjöldaþjóð“ er talin síðust sökum þess að hún er mest þeirra allra hvað fjöldann snertir. Nú hefur einnig rnestur hluti þessa þjóðflokks verið „innlim- aður undir kommúnismann", og er þegar tek- inn til starfa sem virkur aðili í liði Gógs. MAGOG. Að lokum skal þá vikið að landi Gógs ’„hins mikla stjórnanda“ heimsins. Spádórn- urinn byrjar þannig: Snú þér gegn Góg í Magog-hndi, liöfðingja yfir Rós, Mesek og Tubal, og spá gegn honum.“ í hinni stórmerku bók „The Russian Chapters of Ezekiel", sem út kom fyrst 1923 segir svo unr þetta efni: „Magog er Mongolia, það er land það, sem svo er nefnt, og landsvæðin umhverfis sem byggð eru fólki af Mongólakyni. Hug- takið rná þó ekki nota á þann hátt, sem venja er að nota orðið „mongolskur“ sem allsherjar tákn fyrir hinn „gula kynstofn". Orðið M’gog, sem notað var sem landfræði- legt hugtak af hinum fornu Hebreum er enn í dag notað á svipaðan liátt af Aröbum (Majuj) um svæðið norður af Svartahafi, Ká- kasus, Kaspiahafi, Kush og Altai.“----- „Á vorum dögunr á þetta þó alveg sér- staklega við Ytri og Innri Mongólíu, sem báðar eru nefndar svo vegna þess, að í æðum íbúa þessa mikla landsvæðis rennur Mon- gólablóð og á það þó alveg sérstaklega við Innri-Mongoliu, sem er hrein mongólsk og er þá átt við Kínaveldi og þau héruð Siberíu sem að því liggja.“ Höfundur þessarar bókar, séra W. M. H. Milner er mjög kunnur fræðimaður og hefir rannsakað þessi efni af mikilli kostgæfni ára- tugurn saman. Ef þessi skýring er tekin gild, og því slegið föstu að Magog sé hrst og fremst land Mongóla, þýðir spádómurinn það, að þegar Góg hefir öðlazt yfirráðin yfir Magog- landi, stafar heiminn fvrst háski af valdi hans. Aldrci í sögu heimsins hafa forustu- menn Rússaveldis haft yfirráð yfir öllum Mongólum fjrr en nú, þegar Sóvietríkin hafa lagt undir sig Kína með öllu því, sem þar með fylgir. „Góg“ hefir því aldrei ráðið Magog-Iandi fyrr en nú, þótt hann hafi áður verið og sé enn „höfðingi yfir Rós, Mesek og Tubal.“ Ég vil að menn taki alveg sérstaklega vel eftir þessu atriði, því það er svo mikilsvert, ef menn vilja átta sig vel á þessum merkilega spádómi. Sóvietríkin ógna nú öllum heimi í fvrsta sinn, og að þau gera það, stafar eingöngu af því, að þau hafa mi náð yfiiiáðum í Kina. — Magog-landi. — Meðan Kína enn laut Sjang Kai Sjek var það fjandsamlegt Sóviet- ríkjunum og þau áttu þar litla stoð. Þá gátu Bretar, Bandaríkjamenn og Kínverjar hve- nær sem þeir vildu, stöðvað útþenslu Rússa- veldis. En nú er öðru máli að gegna. Nú ráða Rússar yfir öllu Kínaveldi og atburðirnir í Kóreu og Tíbet sýna það glögglega að nú Rrst ógnar „Góg í Magoglandi“ öllum heirni. IV. Ilér hefur nú verið rakinn í stórum drátt- unr byrjunin á hinum merkilega spádómi Esekiels, um liðsafnað Gógs — hins mikla einræðisherra — áður en hann leggur til úr- slitaorustunnar við þjóð Guðs — ísrael. Þetta hefur verið gert til þess menn ættu betra með að átta sig á því, sem nú er að gerast í Asíu, en Asía er fyrst og fremst Magog — land hins mikla einræðisherra, sem ráð 14 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.