Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 13
safnast hafa til þín, og ver þú yfirmaður þeiiia.“ Hér er lýst hinum mikla liðssafnaði sem stefnt verður gegn ísraelsmönnum við „lok tímabilsins“. * Athugum þetta nú nánar. „Góg“ merk- ir „hinn mikli“ og er skylt „gig“ — í gígantisk, og sennilega er hið norræna orð „gýgr“, sem merkir tröllkona, af sömu rót. Það er merkilegt að veita því athygli, að sá, sem grundvallaði Rússaveldi var Pétur „mikli“, og nú þegar hefur mjög borið á til- hneigingu meðal kommúnista um heim all- an til að kalla núverandi forustumann Soviet- ríkjanna „Stalin mikla“. „Hinn mikli“ er því einkennis nafn á forustumanni þeirrar þjóðasamsteýpu, sem „við endalokin“ stýrir þeim herskörum, sem ráðast eiga gegn íraels- mönnum. „Hinn mikli“ er „höfðingi yfir Rós, Mesek og Tubal.“ Öllum, sem nokkuð hafa kynnt sér þessi efni, ber saman um að þessi þrjú nöfn tákni það sem hér segir: 1. Rós eða Rosh er sama orð og Rús, sem er stofninn í orðinu Rússar. 2. Mesek eða Meshech merkir Moskva. 3. Tubal merkir Tobolsk, en Tobolsk er hérað í Siberiu. Ein útgáfan af þessu orði er Tabal, enn önnur Tibur, sem tal- ið er að breyttst hafi við framburð í Sibur sem nú í dag er stofninn í Siberia. Hér er svo greinilega sagt sem verða má hver eru þau lönd og þær þjóðir sem „Góg“ ræður yfir. Hann ræður yfir Rússum, og Moskov-ítum (og Moskva er höfuðborg hans) og Tobalsk-svæðinu, sem nú er nefnt Siberia. Betur er tæpast hægt að hugsa sér þetta skil- greint þegar tillit er til þess tekið, að spádóm- urinn er að minnsta kosti ekki yngri en 2500 ára. Á þessu svæði á þá, samkvæmt spádómi Esekiels, að myndast voldugasta ríki, sem nokkru sinni hefur verið til á jörðunni. Góg, sem merkir „liinn mikli", þ. e. voldugur ein- valdsherra, sem er svo máttugur að „öll jörð- in“ hræðist nafn hans, á að stjórna þessu stórveldi, sem samkvæmt spádómi Jóels (2. 20) á að ná yfir allt landsvæðið milli „austurhafsins“ (Kyrrahafsins) og vestur- hafsins (Atlantshafsins). Einmitt þessi lýs- ing á nú í dag við hin miklu Sóvietríki og einvald þeirra. Aldrei fyr'í sögunni hefur þetta verið svo. Aldrei fyr hefur Rússaveldi verið jafn öflug og nú né heldur hefur „öll jörðin“ skolfið af hræðslu fyrir því. Hvert ein- asta mannbarn á jörðunni viðurkennir nú, að Sovietríkin eru nú þegar svo voldug, að eng- in þjóð eða konungur hefur fyr verið jafn- oki þeirra. Hin engilsaxnesku stórveldi geta þó enn, ef þau standa sameinuð, hamlað nokkuð gegn Sóvíetríkjunum, en það er engin tiygging fyrir því að þeim takist lengur að hindra Rrirætlanir þeirra. ’ # En spádómurinn segir meira. Hann segir að „í för með“ Góg, eigi að verða ýmsar þjóðir. Þessar þjóðir eða ríki hafa nú önnur nöfn en þau, sem í Biblíunni eru notuð, eða þá að þau eru orðin það breytt á vest- rænar tungur að þau þekkjast ekki fyrir hin sömu og áður. Auk þess eru þýðingarnar á ísl. Biblíunni ekki vel nákvæmar í þessu efni. Áður en nafnið Magog er tekið til athug- unar er rétt að athuga hvaða þjóðir aðrar en Rússar, Moskovitar og Siberiumenn eiga að vera „í för með“ Góg, þegar hann ræðst gegn ísrael. Þær eru þessar: 1. Persar. 2. Blálendingar (Etiophia, enska Bibl.). 3. Pútmenn (Libya, enska Bibl.). 4. Gómer og allir herflokkar hans. 5. Tógarma-lýður (The house of To- garmah) hin ysta norðurþjóð, og allir herflokkar hans. 6. Margar þjóðir (aðrar) verða í för með DAGRENNING 11

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.