Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 37

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 37
fylki, sem njóti nokkurrar sjálfsstjórn- ar. Umdæmi þessi verði ákveðin í stjórnarskrá ríkisins, en málefnum þeirra og stjórn skipað með lögum. Stjórnskipan, sem byggð er á fullri að- greiningu löggjafar- og framkvæm darvalds, gefst bezt í þeim þjóðfélögum, sem grund- völluð eru á all-sjálfstæðum smærri heild- um. Þessar smærri heildir — sem í Banda- ríkjunum eru nefnd ríki, en í Sviss kantón- ur — þurfa að hafa nokkurt sjálfstæði til þess að fyrirbyggt sé að alríkið sölsi undir sig þau málefni, sem bezt eru komin heima í héruðum, en hið ótakmarkaða þingræði liefur einmitt á því sviði sýnt hvað mestan yfirgang. Fylki og fjórðunga rnætti að sjálfsögðu búa til með sérstökum lögum og án stjórn- arskrárbreytingar. Svo var það t. d. með örntin gömlu áður. En þá er einnig hægt að leggja þá skipan alla niður með því að af- nerna lögin — eins og gert var með ömtin 1907 — og þess vegna er tryggilegast, að fjórðunga eða fylkja mörkin séu ákveðin í sjálfri stjórnarskránni og jafnvel einnig aðal- reglurnar um stjórn þeirra, en að öðru leyti sé þeim málum skipað með lögum. Sú mótbára heyrist stundum gegn upp- töku fvlkja eða fjórðunga, að það mundi verða of kostnaðarsamt að halda þeim uppi og þar kærni aðeins eitt skriffinnsku- og stjórnarbáknið í viðbót. Það er vafalaust, að nokkur kostnaður verður við stjórn fylkja eða fjórðunga þegar sú skipan verður upp tekin. En hvað kost- ar það þjóðina að láta bvggðarlögin tæmast til Reykjavíkur eða fárra kaupstaða? Hvað kostar það þjóðina að sí auka skrifstofu- báknin í Reykjavík, vegna þess að þau þurfa að taka í sínar hendur rneira og meira af þeim málum, sem vera ættu í höndurn ann- arra landshluta og væru miklu betur komin þar? En livorttveggja þetta er að gerast fyr- ir augum okkar nú í dag. Mér finnst því kostnaðarhliðin á málinu hreint aukaatriði, þegar horft er á málið í heild. Hins vegar tel ég, að af þessu þyrfti ckki að verða til- finnanlegur kostnaðarauki. Kostnaður við sýslunefndir mundi minka verulega, því hluti af málefnum þeirra mundi flytjast til fylkis eða fjórðungs-stjórnanna, og auk þess rnundu skrifstofubáknin í Reykjavík drag- ast saman og starfslið þaðan ef til vill flytj- ast til höfuðstaða fylkjanna eða fjórðung- anna, þar sem stjórnir þeirra kæmu til með að hafa aðsetur. Loks er svo fimmta atriðið: Ilin nýja stjórnskipan verði lögtek- in á sérstöku stjórnlagaþingi og stað- fest með þjóðaratkvæði. Ekkert ákvæði er jafn sjálfsagt og þetta. Alþingi ber að afsala sér öllum afskiptum af setningu nýrra stjórnlaga þar sem það sjálft er ein allra þýðingarmesta stofnunin, sem stjórnarskráin á að setja starfsreglur og ákveða starfssvið. Flokkaskiptingin á Al- þingi er því og til fyrirstöðu, að það geti litið jafn hlutlaust á málið og nauðsynlegt er, því hver flokkur Rrir sig og allir saman rnundu reyna að tryggja sér sem mest fríðindi og valdaaðstöðu á kostnað þjóðarheildarinnar. Krafan um stjórnlagaþing er því sjálfsögð- ust af öllum þeim kröfurn, sem bornar hafa verið fram í sambandi við stjómarskrár- málið. Ég tel mig þá hafa gert nokkra grein fyrir stjórnarskrármálinu í heild og þeim höfuð- atriðum, sem lialda verður hæst á lofti í hinni nýju sókn, sem nú er að hefjast í þessu mikilvæga rnáli. Ég veit að þið sjáið, að hér er aðeins stiklað á stærstu atriðun- um og sveigt hjá því að taka afstöðu til þeirra atriða, sem síður er hægt að telja aðal- atriði. Þetta er gert með vilja. Fyrst verða DAGRENNING 35

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.