Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 30

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 30
til vitnisburðar fyrir þjóðunum og þá mun endirinn koma. Þegar þér sjáið viðurstyggð eyðileggingarinnar, sem Daniel spámaður talar urn, á helgum stað (lesið með skilningi) þá flýi þeir, sem eru í Júdeu, því þá mun verða svo mikil þrenging, að engin hefir þvílík verið áður, og mun ekki verða aftur, og ef dagar þessir yrðu ekki styttir kæmist enginn maður af, en sakir þess fólks, sem ég hefi nefnt „útvalið" munu dagar þessir sty'ttir verða á áhrifa mikinn hátt. Ég hefi varað yður við falsspámönnum. Ef þeir segja við yður: Sjá, hann er í óbvggðinni — þá farið eigi út þangað, sjá, hann er í herbergj- unum — þá trúið því ekki. Ég er ekki bund- in við nein takmörk. Nærvcra mín mun verða lík sólarupprás sem skín um alla heims- byggðina. Þar sem hinn dauði líkami (hræið) er, þangað mun örnunum safnað verða, en eymd- in í Júdeu mun fá skjótan enda. Stórkostlegir fyrirburðir og byltingar munu verða tákn komu Mannssonarins og hann mun endursameina hina útvöldu þjóð. Og nemið líkinguna af fíkjutrénu (en fíkjutréð er táknmynd Júdaættkvíslarinnar rneðal ísraelsmanna). Þegar greinin á því er orðin mjúk og fer að skjóta laufum er sum- arið í nánd. Þegar þér því sjáið þessa hluti gerast skuluð þér vita að Kristur er að koma. í sannleika segi ég yður, að þessi kvnslóð mun ekki hverfa fyr en hún hefir séð þessa atburði gerast. Daginn eða stundina veit ég ekki. Það veit aðeins Faðirinn einn, en það sem ég segi við yður, segi ég við alla: Takið eftir tákmnmm. Eins og það var á dögum Nóa, — dögun- um fyrir Flóðið — að menn héldu áfrarn í villu sinni og spillingu og hirtu eigi um að- varanir Nóa, þannig mun það og verða, á næwerudögum Mannssonarins. Þeir uggðu ckki sér fyr en flóðið steyptist yfir Jrá, og Nói hafði gengið í örkina. Ég segi yður: Tveir munu verða sarnan að starfi, ég mun taka annan þeirra til min, en láta hinn ein- an eftir. Vakið því! Ef húsráðandinn vissi á hvaða tíma þjóf- urinn kæmi mundi hann vaka. Verið því viðbúnir. Ilver er hinn trúi og hyggni þjónn, sem húsbóndinn hefir sett yfir hjú sín til þess að gefa þeim fæðuna á réttum tíma? Hann nmn verða hamingjusamur maður. En hver verða örlög hins, sem ekki hygg- ur að nærveru hans? Hann etur og drekk- ur með svöllurum. Hann misþyrmir sam- þjónum sínum og húsbóndi hans mun koma honum að óvörum. Honum mun verða val- inn staður þar sem er sorg og grátur. Og loks er dæmisagan um meyjarnar tíu með lampana sína. Surnar voru hyggnar. Aðr- ar voru heimskar. Hinum hyggnu er hleypt inn, en hinar óforsjálu koma að lokuðum dyrum. Þess vegna: Vakið! (G. M. þýddi). 28 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.