Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 36

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 36
Okkur er það fyllilega ljóst, að stjóm- skipunarlög, ein út af fyrir sig, ráða ekki bót á öllum vandræðununr, sem þjóðin nú á í, en við vænturn þess, að í sambandi við stjómarskrármálið geti hafist vakning með þjóðinni — vakning sem nær að lokum til allra sviða þjóðlífsins og feykir burt því fúna og feyskna, og leggur grundvöll að nýju íslenzku þjóðfélagi, sem byggir á kristindóminum sem höfuð hymingar- steini. Ég skal þá að lokum víkja litillega að hin- urn finnn höfuðatriðum, sem við teljurn nauðsvnlegt að allir þeir séu sannnála um, sem vinna vilja að því, að íslandi verði sett stjórnarskrá, er verða megi til frambúðar fyrir íslenzku þjóðina. Fyrsta atriðið er þetta: Þjóðkjörinn forseti skipi, án afskipta Alþingis, ráðuneyti, sem fer með stjórn landsins á ábyrgð forseta ákveðið tírna- bil, án tillits til trausts eða vantrausts Alþingis. Þessi grein þarfnast ekki mikilla skýr- inga. Hin algera aðgreining löggjafar- og framkvæmdarvalds byggist fyrst og fremst á því, að forsetinn hafi vald til að skipa ríkis- stjórn, án afskipta þingsins, og að sú ríkis- stjórn starfi á ábyrgð hans. Traust og vantraust þings á ríkisstjórnir byggist á því, að þingið velur, eða a. m. k. styður, ríkisstjórnirnar, en um það verður ekki að ræða þegar forseti einn skipar ríkis- stjórnina. Annað atriðið er þannig: Alþingi eitt hafi allt löggjafarvald. Forsetar Alþingis liafi rétt til að setja bráðabirgðalög að beiðni ríkisstjórnar- innar. Þingrofsvald forseta hverfi. Um það er engin deila, að allt löggjafar- vald skuli vera hjá Alþingi, því lagasetning- in á að vera höfuðverkefni þess. Rétt þvkir, vegna þess hvernig til hagar hér á landi, að þing situr ekki mánuðum saman, að forset- ar Alþingis, sem eru þeir menn, er Alþingi sýnir rnestan trúnað, hafi rétt til að setja bráðabirgðalög, ef forseti, eða ríkisstjórn í umboði hans, beiðast þess. Þegar hinn fulli aðskilnaður löggjafar- og framkvæmdan'alds hefur farið fram er eðli- legt að þingið sitji ávallt allt kjörtímabilið, og þegar það hefur engin afskipti af skipan ríkisstjórnar er heldur ekki eðlilegt að for- seti hafi vald til að leysa það upp og senda heim. Hjá ýmsurn þjóðurn er það nú svo, að þing verður ekki rofið. Svo er það t. d. hjá Norðmönnum og hefur gefizt vel. Þriðja atriðið fjallar um æðsta dómstól þjóðarinnar og er þannig: Skipan æðsta dómstóls þjóðarinnar sé ákveðin í stjórnarskrá ríkisins. Eins og ég benti á fvr í þessu erindi. er það eitt ákveðið í núgildandi stjórnarskrá, að dómsvaldinu skuli skipað með lögum. Þetta þýðir að Alþingi getur brevtt allri dómaskipan þjóðarinnar á einu þingi með einföldum lögum. Það getur lagt niður dómstóla og breytt þeim að eigin vild, án þess að reka sig á nokkrar hindranir nema smávegis útgjöld úr ríkissjóði, og í slík út- gjöld er aldrei horft ef breyta þarf dóma- skipaninni. Það er ekki einu sinni ákveðið í stjómarskránni hve margir dómarar skuli vera í Hæstarétti, né neitt um starf réttar- ins. Þetta er þó sú stofnun sem hver einasti borgari landsins getur átt líf sitt og övggi undir. Það er alveg óverjandi að ekki skuli vera í sjálfri stjómarskránni a. m. k. aðal- reglurnar urn skipan æðsta dómstóls þjóðar- innar, og það verður því að taka upp að okkar dómi. Fjórða atriðið er urn skiptingu landsins í fjórðunga eða fylki: Landinu verði skipt í fjórðunga eða 34 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.