Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 15

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 15
Pútmanna, er ein þýðingarmesta samgöngu- leið í heimi — Súes-skurðurinn, — sem nú velclur miklum ágreiningi milli Breta og Egipta. Bretar fara einnig með umboðsstjórn í Libyu, en Rússar nota hvert tækifæri sem býðst til þess að reyna að hrekja Breta þaðan og nú er svo komið, að Rússar og Bandaríkjamenn hafa orðið sammála um að Libya skuli gerð að „sjálfstæðu ríki“ árið 1952, og er því ör- uggt að fyrir þann tíma skellur ekki á ný heimsstyrjöld því Libya og Egiptaland (Pút- menn) verða „í för með“ Góg þegar hann ræðst gegn Israel (Bretum og Bandaríkja- mönnum). GÓMER. Menn hefur greint nokkuð á um það hvaða þjóð þetta muni vera, en nú hallast fleiri og fleiri að þeirri skoðun að hér sé átt við Germani, og þá sérstaklega Austurþjóð- verja og þjóðir, sem þeim eru skyldar. At- hyglisvert er að í Biblíunni stendur: „Gómer og allir herflokkar hans“. Orðið sem hér er útlagt „herflokkar“ er i ensku þýðingunni „band“, sem þýðir flokkur eða hópur. í Norðurlandabiblíunum er notað orðið „Hobe“, sem einnig merkir flokkar eða múgur. Ef Gómer er Þjóðverjar þá er þetta mjög athvglisvert atriði, því Þjóðverjar og þær þjóðir, sem þeim eru skyldar, éru ein- mitt greindar í smá hópa eða ríki. Prúss- land, Pólland, Austurríki, Ungverjaland, Tékkoslóvakía, 0. fl. slík mætti nefna, sem öll eru byggð þjóðum, sem eru skyldar Þjóð- verjum. Þessar þjóðir lúta nú flestar Rússum — eru leppríki þeirra og þannig nú þegar „í för með“ Góg — „hinum mikla“. TOGARMA-LÝÐUR. Ymsir hafa haldið, að Gomer ætti ekki við Þjóðverja — Germani — heldur væri To- garma sama og Germanir, því stofninn — gann — í To-gann-a, væri hinn sami og — germ — í Germanir. Hins vegar er vitað, að Litlu-Asíu þjóðirnar, sérstaklega Amienar, og sumar Balkanþjóðirnar telja sig komna af Togarma og er ekki ástæða til að efa það. Togarma-lýður ætti því að vera Búlgarar, Rúmenar, Jugóslavar, Tyrkir, Armenar, Af- ganar og fleiri þjóðir á þeim slóðum. Þetta er „hús Togarma“ sem breitt hefur úr sér í Litlu-Asíu og á Balkansskaga. Flestar þessar þjóðir lúta nú Rússum, eða þeir geta „frelsað“ þær, hvenær sem þeim býður svo við að horfa. HIN YSTA NORÐURÞJÓÐ. Venjulega er talið að þetta sé skýring á Togarma — hann sé „hin ysta norðurþjóð“. Það fær ekki samrýmst því, að „hús Togarma" sé í Litlu-Asíu og á Balkanskaga. Margir telja því nú orðið að hér sé átt við sérstaka þjóð eða þjóðir og mun það vafalaust rétt. „Hin ysta norðurþjóð“, er því vafalítið þeir þjóðflokkar, sem búa nvrst og vestast í um- dæmi Gógs, og mundu það þá vera Eystra- saltslöndin og Finnland, sem Rússar munu hernema þegar þeim þvkir tími til kominn. Orðin „og allir flokkar hans“, benda einnig til þess að „Hin ysta norðurþjóð", sé skipt í hópa eða smærri ríki, og er það nú einmitt svo um Baltisku löndin og Finna þó þær þjóð- ir séu náskyldar, sem byggja þessi lönd. FJÖLDAÞJÓÐIN. Síðast í þessari upptalningu stendur svo þessi einkennilega setning: „Margar þjóðir eru í för með þér.“ Lengi hafa menn haldið að þetta væri einkonar áherslu ábending, til þess að undirstrika hinn mikla her, sem áður er talinn. í ensku Biblíunni er þetta orðað svo: and many people with thee“. í Norð- urlanda-Biblíum stendur: „mange Folkeslag er med.“ Ilvorttveggja þetta bendir til þess, að hér sé ekki um einskonar áréttingarsetn- DAGRENNING 13

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.