Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 10

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 10
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Hvers má vænta í Asíu? SÍÐARI grein. Um það bil, sem h rri hluti þessarar grein- ar kom út í síðasta hefti Dagrenningar höfðu þeir atburðir gerzt í Kóreust\rjöld- inni, að Kínverjar höfðu ráðist gegn herj- um Sameinuðu þjóðanna í Kóreu, rofið víg- línu þeirra, króað inni nokkurn hluta Banda- ríkjahersins, sem þar berst, og hrakið annað lið á flótta suður skagann. Her Sameinuðu þjóðanna var kominn að landamærum Mansjúríu (Kína) og Mae Arthur hafði gefið vonir um, að allar hernað- araðgerðir gætu orðið búnar um jólaleytið. En þetta fór á annan veg, eins og áður segir. Kínverjar hafa nú vaðið inn í Kóreu með óvígan her, — hart nær eina milljón manna, — öflugt lið og vel búið, og nú hefst „þriðji þáttur“ Kóreustyrjaldarinnar. Fvrsti þáttur hennar var árás Norður-Kóreumanna á Suð- ur-Kóreulýðveldið. Annar þátturinn var sókn Sameinuðu þjóðanna norður að landa- mærum Mansjúríu, og þriðji þátturinn er liin nýja sókn Kínverja. Kórea er nú úr sögunni sem ríki og Kóreu- búar sem þjóð. Þar verður aðeins um að ræða leppríki Kínverja eða Rússa þegar þeim átökurn er lokið, sem nú fara þar fram. Fvrsta afleiðing þessa mikla ósigurs Sam- einuðu þjóðanna í Kóreu er, að því er virðist, algert ráðaleysi forráðamanna Sameinuðu þjóðanna. Þeir vita ekki hvað til bragðs skuli tekið. Engin þjóð, nema Bandaríkin, þorir að senda neitt lierlið sem heitið geti til Kóreu af hræðslu við hinn reidda hnefa Rússlands í Evrópu og Vestur-Asíu. Indland er hrædd- ast af öllum hræddum ríkjum og vill revna að ná einln-erskonar sanrkomulagi við Kín- verja, en allt slíkt „samkomulag“ mun reyn- ast ókleift vegna heimsyfirráðastefnu Rússa. Þegar þetta er ritað er því allt, sem áunn- ist hafði í Kóreu, í hinni „fyrstu styrj- öld Sameinuðu þjóðanna", við að tapast og algerlega ómögulegt er að giska á hvílíkar hrakfarir þær eiga eftir að fara þar. Hættan er nú svo mikil, sem yfir vofir, að nauðsynlegt hefur þótt að efna til sér- staks fundar með aðalforustumönnum Engil- saxa, forsætisráðherra Breta og forseta Banda- ríkjanna, til þess að freista „að afstý'ra þriðju heimsstyrjöldinni“, eins og það nú er orð- að í heimsblöðunum. II. Ég lét svo um mælt í fyrri hluta þessarar greinar, að allt benti til þess, að Kóreu- styrjöldin yrði að líkindunr leyst með þeim hætti, að hin vestrænu lýðræðisríki svikju hinn síðasta af hinurn fyrri bandamönnum sínum, Sjang Kai Sjek, og veittu hinni nýju stjórn konnnúnista í Kina sæti Kínverja hjá Sameinuðu þjóðunum. Allt bendir nú enn meir í þá átt en áður var, að svona nmni fara. Afleiðingin af því mundi svo verða „friður í Kóreu“ og þar yrði stofnað eitt ,al- þýðulýðveldið“ enn, sem að fáum rnánuð- um liðnum yrði orðið eitt dyggasta fvlgiríki 8 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.