Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 32

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 32
Ég tel óþarft að ræða þann mögu- leika að þjóðin taki af frjálsum vilja upp hið kommúnistiska eða nasistiska einsflokkskerfi, svo ég sleppi að ræða það nánar hér að þessu sinni. Reynzla okkar af þingræðinu bendir ótví- rætt til þess, að hér á landi muni það leiða til ofstjórnar á svo að kalla öllum sviðum. Höf- uðgallinn á núverandi stjórnskipan okkar er, að mínum dómi sá, að framkvæmdarvaldið, sem þarf að vera næsta óháð öðru en gild- andi lögum, til þess það sé starfhæft, er að mestu kornið í hendur Alþingis, en flokkarn- ir á Alþingi treysta ekki veikum og sískiptandi ríkisstjórnum, sem þeir oft einnig telja sér fjandsamlegar, til að franrkvæma vilja þings- ins og því velur þingið sjálft nú orðið alls- konar ráð, stjórnir og nefndir til þess raun- verulega að fara með ýmsa hina þýðingar- mestu þætti framkvæmdarvaldsins. Þýðingannesta atriðið við samningu nýrrar stjórnarskrár handa íslendingum er það, að mínum dórni, að skilja nægilega tn’ggilega á milli framkvæmdan'aldsins og löggjafan'alds- ins, þannig að forseti og ríkisstjórn verði sem allra óháðust Alþingi, og starf Alþingis verði fyrst og fremst iöggjafarstarf og eftirlit með framkvæmd ríkisstjórnarinnar á lögum og ályktunum, sem Alþingi hefur gert. Það er mín skoðun, að verði þessi grundvallarskipt- ing ekki tryggð nægilega vel, fari svo, áður en langt um líður, að einhver flokkur eða flokkasamsteypa á Alþingi hrifsi til sín öll völd og korni á einræði eins flokks, eins og gert hefur verið í mörgurn löndum á allra síðustu árum. Öll önnur ákvæði stjórnarskrárinnar, svo sem ákvæði um friðhelgi, mannréttindi, eign- arrétt, vinnuréttindi, og hvað annað verða að mínum dómi dauður bókstafur ef ekki verður að því liorfið að greina mjög try'ggilega sundur framkvæmdan'ald og löggjafarvald og gera dómsvald í landinu enn sjálfstæðara en það nú er, bæði gagnvart löggjafarvaldi og framkvæmdan'aldi. Verði að þessu ráði horfið tel ég að á skömmum tíma rnegi byggja liér um þjóð- vcldi, sem urn rnarga hluti gæti orðið öðrum þjóðum til fyrirmyndar, en skilyrði þess er að minni hyggju það, að það verði reist á þjóðræðis, en ekki þingræðis, grundvelli.. Ég mun ekki, í þessu stutta erindi, dvelja neitt að ráði við það að gagnrýna þingræðið. Revnsla okkar af því er slík, að þess ætti ekki að þurfa. Vér þurfurn aðeins að gera oss það alveg fy'llilega ljóst, að þingræðið getur hæglega leitt til einræðis og hefur gert það nú á dög- um í mörgum íöndum, ef þess hefur ekki ver- ið gætt nógu stranglega að halda jafnvæginu milli hinna þriggja höfuðþátta ríkisvaldsins. Allsstaðar þar sem þingin ná undir sig öllu ríkisvaldinu — hlýtur afleiðingin að verða flokkscinræði. Flokkseinræði þarf ekki endi- lega að vera illt, eða þjóð þarf ekki endilega að líða illa undir slíku stjórnarformi, það fer alveg eftir því hverskonar menn stjórna flokknum, sem fer með einræðið. Hið fyrsta, sem hver maður því þarf að gera upp við sjálfan sig, þegar hann fer fyrir alvöru að hugsa urn að taka afstöðu til stjómarskrár- málsins, er það, hvort hann vill aðskilja að fullu framkvænrdan'aldið og löggjafarvaldið. Það er þungamiðjan í allri stjómarskrárbar- áttunni. Sá maður, sem ekki skilur það, skil- ur hvorki upp né niður í stjórnarskrármálinu og ætti sjálfs sín vegna að forðast að koma nálægt því. Hér á landi er stjórnskipulagið nú þannig að Alþingi eitt hefur öll völd í sínum hönd- um og það er blekking einber að forseti ís- lands fari með framkvæmdarvaldið og næst- um jafnmikil blekking að sérstakir dómendur fari með dómsvaldið. 30 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.