Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 29
hefir skapað. Þetta virðast vera kostirnir, sem sérhver maður og kona meðal frjálsra þjóða á um að velja nú. Mikil vakning er nú að hefjast. Alvarleg krafa um andlega forustu er borin frarn. Margir hafa aðeins óljósa hugmynd um hvernig beri að snúa sér. Félög eru stofnuð. Nefndir eru settar á laggirnar. Bænir stíga upp. Ráð vort er einfalt og sett frarn í fám orðum. „Ákallið Guð í einlægni og Ilann mun hafa svarið til reiðu, fyrr en þér hafið ákallað Hann.“ Verið þess fullviss, að at- burðir næstu ára rnunu breyta útiliti him- ins og jarðar. Ekki án byltingar, en vér erurn þess fullvissir, að frelsið er öruggt, ef vér reið- um oss á Guð sem hjálpræði vort og kraft, og erum hreinir í hjarta. Skilmálarnir eru einfaldir, og ef vér göngum að þeim og sýn- um það í verkum vorum, að vér höfum trúna, þá er oss vís styrkur í framk\'æmdum og sigur að lokurn, og plágurnar rnunu eigi koma nálægt oss. Ilugsið um þetta og biðj- ist fyrir í undirgefni. Þér eigið valið nú. Veljið rétt, áður en það er um seinan. ★ Kristur sagði dæmisögu sem greinilega á við atburði yfirstandandi tírna. Þegar Manns- sonurinn kemur (og tákn tímans sýna það nú þegar greinilega hverjum vöku- rnanni, að Hann er þegar kominn), þá mun hann aðskilja þjóðini ar, eins og sauðamaðurinn greinir sauði sína frá höfrunum. (Matt. 25. 31—46.) Hvað segir hann við sauðahópinn, sem fylgir góða hirð- inum? „Komið þér hinir blessuðu föður míns og takið að erfð ríkið (yfirráðin yfir jörðinni), sem yður var fyrirbúið frá grundvöllun heims.“ Hvað segir hann við hafrana, sem eigi eru vandlátir um, hvað þeir leggja sér til nrunns? „Farið frá mér, þér bölvaðir, í eilífa eldinn, sem fyrirbúinn er djöflinum og englum hans.“ „Og þessir skulu fara burt til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.“ Eilíf refsing er slæm þýðing. Það er geysilegur munur á eilífri refsingu og alda- langri refsingu. Haframir eru ekki seldir neinni eilífð á hendur.. Eldurinn er hegn- ingin. Refsingin á að vera til betrunar og það er tilgangur þessara eldsdóma, sem á þá mun falla, þar til skapgerð þeirra hefur breytzt. Kristur dó fyrir alla. Hann gaf sjálf- an sig til lausnar fyrir alla. Síðan mun hann endurskapa allt og á réttum tíma mun hver maður bevgja kné sín til dýrðar hinum himn- eska föður og sérhver tunga játa, að Jesú sé Drottinn. Spurningin, sem hver einstakur meðal hinna frjálsu þjóða heims verður að svara sjálfum sér er þessi: „Hvorum hópnum fylgi ég?“ Þér eigið vaiið, svo ekki verður um villzt, og skilmálamir eru einfaldir — stand- ið réttu rnegin og sannið hollustu yðar og breytið hver við annan eins og hermenn bre)'ta við.félaga sína á stríðstímum, því að slík er aðstaðan nú. Vinnið sarnan! ★ Þegar Jesú var einn á Olíufjallinu gengu lærisveinar hans til hans og spurðu hann eins- lega: „Hvert mun verða tákn nærveru þinnar og aldaskiptanna?“ Jesús svaraði: „Gætið þess, að enginn leiði yður í villu. Margir munu koma í mínu nafni og leiða marga í villu. Það munu verða stvrj- aldir og menn niunu spyrja hernaðartíð- indi áður en endalokin koma. Þjóð mun rísa gegn þjóð. Það munu verða hallæri, drepsóttir og jarðskjálftar. Þetta er upphaf fæðingarhríðanna. Mínir lærisveinar munu verða hataðir af öllum þjóðum vegna nafns míns. Margir falsspámenn munu rísa upp og leiða marga í villu, og vegna þess að lög- málsbrotin magnast, mun kærleikur alls þorra manna kolna, en sá, sem stöðugur stendur, mun bjargast. Þessi fagnaðarboðskapur um ríkið mun prédikaður verða meðal allra lvða, DAGRENNING 27

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.