Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 11

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 11
Sóvietríkjanna og þægur þjónn þess. Þannig mundu Sameinuðu þjóðirnar fagna „miklurn sigri", og margar ræður yrðu haldnar af því tilefni og margar grammofónplötur spilað- ar með margvíslegum ræðum og hugleiðing- urn í útvarp hinna „frjálsu þjóða“. En einn svikinn samherji bættist í hóp þeirra, sem hin vestrænu lýðræðisríki hafa áður svikið, og ekki mun standa á blöðum Zionistaauð- valds Vesturlanda að finna skýringar og af- sakanir fyrir þessum svikum, sem gefið mundi eitthvert fagurt nafn, svo sem „frels- un“ undan oki Sjang-Kai Sjeks og heims- veldisstefnu hans. Kosningamar í Bandaríkjunum fóru þann veg, að Truman og flokkur hans tapaði verulega, þó hann héldi litlum meiri hluta á þingi. Það verður því rneiri erfiðleikum bund- ið en áður, að semja við Rússa um algera innlimun Kína og allra vfirráða þar í hend- ur Rússum. En þó mun svo fara, að um annað verður ekki að gera. Sá maðurinn, sem fastast hefir staðið í gegn því, að Sjang Kaj Sjek yrði að fullu svikinn, og alveg yrði látið undan kröfum Rússa í Asíumálum, er Mac Arthur hers- 'höfðingi. Nú er hafinn mikill áróður bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum gegn Mac Arthur, og þess verður ekki langt að bíða, að hann „hverfi“ af sjónarsviðinu. Sá, sem stendur fyrir árásunum á Mac Arthur hér í Evrópu, er Shinwell, landvamarráðherra Breta, en hann var, svo sem kunnugt er, áð- ur fvrr kommúnisti og hefur verið erind- reki Rússa í Bretlandi um mörg ár. Samtök breskra alþýðuflokksmanna eru um það svipuð samtökum sósialdemokrata annars- staðar, að erindrekar ýmsra samsærissamtaka eiga hægt með að laumast inn í samtök þeirra, sýkja þau, veikja og svíkja svo í hend- ur kommúnista þegar rnest á ríður. Aðeins heimskingjar geta treyst loforðum og vfir- lýsingum kommúnista á borð við Shinwell lándvarnarráðherra, enda mun breska þjóð- in eiga eftir að súpa seyðið af því, að hafa falið honum svo mikinn trúnað sem raun hefur á orðið. Rússar leggja nú verulega áherslu á það, að ná rneiri áhrifum í samtökum Sameinuðu þjóðanna en þeir hafa haft að undanförnu. Stórt spor í þá átt væri að fá kommúnistastjórn Kína viðurkennda sem „löglega“ stjórn Kínaveldis. Samtök rnilli Indlands og Kína mundu styrkjast við það verulega og Asíuþjóðirnar mundu þá koma til með að standa saman gegn hinurn vest- ræna heimi. Þegar svo væri komið, að Asíu- þjóðirnar allar eða flestar, undir forustu Rússa, stæðu sameinaðar gegn Evrópuþjóð- um og Amerísku lýðveldunum mundi fljót- lega verða borin frarn sú krafa að „höfða- talan“ réði, og er þá sýnt hvernig fara mundi. Arabaríkin eru öll óánægð vegna afstöðu Vesturveldanna til hins nýja Ísraelsríkis og þess vegna rná búast við að þau verði öll á bandi Rússa. Síðustu tvö árin hafa þau yfh- leitt setið hjá við atkvæðagreiðslur á þingi Sameinuðu þjóðanna, og svo sem kunnugt er fer fjandskapur gegn Bretunr og Banda- ríkjamönnum vaxandi í Arabaríkjunum, sér- staklega Egiptalandi, sem telur sig forustu- ríki þeirra. Ísraelsríki er og alveg á bandi Rússa, en þorir þó ekki enn að taka fjand- samlega afstöðu gegn Bandaríkjunum, en athyglisvert er, að fulltrúar ísraels hjá Sam- einuðu þjóðunum greiða svo að kalla ávalt atkvæði með Rússurn í þeirii málum, sem einhverju skipta. Þannig er ástandið nú. Útþenslustefna Sovíetríkjanna er í algleymingi og nú liafa Sovíetríkin raunverulega lokað um það bil helming alls mannkynsins innan járntjalds síns og þó hafa enn ekki allir skipast í þá sveit, sem þangað munu safnast að lokum. En jafnhliða því, sem Sovíetríkin breiða sig DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.