Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 9
Kvöld eitt, þegar samkoma stóð yfir, birtist mynd á vegnum að baki rœðumanns, og urðu menn óttaslegnir. í fyrstu voru drœttir myndarinnar óskýrir, en smám saman urðu þeir greinilegri, og loks sáu allir viðstaddir, að myndin var af engum öðrurn en Jesú, með þyrnikórómina á höfðinu. Blaðamaður frá oss átti i dag tal við hr. Jeffrey, sem var mjög hrœrður, er hann skýrði oss frá „myndinni af Kristi“, eins og hann nefndi þessa sýn. „Vér höfum orðið vottar að mörgum undursamlegum hlutum“, sagði trúboðinn, „en það sem gerðist þetta kvöld var undursamlegra en allt annað, sem fyrir hefur komið. Ég var i rceðustólnum og sneri bakinu að veggnum, sem myndin birtist á, og athygli min beindist fyrst að þessu er ég sá, að ýmsir af þátt- takendunum i guðsþjónustunni urðu frá sér numdir, er þeir sáu andlitsmynd Frelsarans á veggnum. Það var engum efa bundið af hverjum myndin vœri. „Harmkvœlamaðurinn", horfði á okliur, úr augum hans skein óumrœðilegur kœrleikur og mildi. Þessi sýn og áhrifin, sem hún skildi eftir i hugum okkar, sem nutum þeirrar náðar að vera þarna, mun aldrei gleymast. Enn stendur þessi mynd Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum minum. Myndin var kyr á veggnum i nokkrar klukkustundir eftir að guðsþjónustunni var lokið, og við létum dyrnar standa oþnar til þess að allir gcrtu séð þessa undursamlegu oþinberun og vitnað um hana. Margir vantrúaðir komu inn, féllu á kné o'g báðu um náð. Fyrir okkur, sem þarna vorum samankomin, var þessi opinberun tákn þess, að Guð vceri i starfinu með okkur, og þetta mun hvetja oss til enn ötulla starfs i þjónustu hans. Snemma ncesta morgun gekk ég þangað upp aftur, en þá var myndin horfin." „Sá sem hefur min boðorð og heldur þau, hann er sá, sem elskar mig. En sá, sem elskar mig, mun verða elskaður af föður minum, og ég mun elska hann og sjálfur birtast honum." (Jóh. 14. 21). * Við höldum jólin til minningar um fceðingu Jesú Krists. Jólasvipurinn er nú viðast hvar horfinn af þessari hátið, en þó er enn eftir nolikuð af hinum undursamlega frið jólanna. Það er örlitið brot af þeim friði, sem Jesús Kristur gefur hverjum þeim, sem honum treystir og felur honum lif sitt um tima og eilifð. „Höfðingar jarðarinnar eru kaupmenn “ segir Opinberunarbókin, og engin hátið ber nú orðið meiri merki kaupmennskunnar en fœðingarhátið Frelsarans. En þrátt fyrir alan kaupsýsluliliðinn ber jólanóttin enn frið Krists yfir þau ból jarðarinnar, þar sem þeir menn búa, sem kalla sig kristna, og reyna enn af veikum mcetti að halda uppi merki Krists. En rödd hans hrópar ekki hátt. Hún heyrist best i kyrrð þögullar ncetur innst i þinni eigin sál. Þar skaltu leita hennar, vinur, — þar kallar hún til þin: FYLG ÞÚ MÉR! J. G. DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.