Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 4

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 4
akurinn, þ. e. heiminn. Á þeim tíma var heimurinn fullur a£ illsku, guð- leysingjum og heiðindómi, en akur, þar sem gott sæði gat þrifist, var hann þó eigi að síður og hafði verið undirbúinn fyrir sáningu. Meðan menn sváfu kom óvinurinn og sáði einnig illgresi í þennan akur. (Gríska orðið á illgresi er zizania). Þetta illgresi vex enn í Palestínu og er kallað „zewan“. Meðan illgresi þetta er að vaxa, er það mjög líkt hveiti að útliti, en þegar það er orðið fullþroskað verður það svart, og er eitrað og lífshættulegt að neyta þess. Meðan hveitið var að vaxa var illgresið einnig sýnilegt allsstaðar á akrinum. Eigandi akursins afréð þó, að betra væri að láta hveitið og ill- gresið vaxa upp saman á akrinum til uppskerutímans, en að eiga það á hættu að eyðileggja sumt a£ hveitinu, ef illgresið yrði tínt strax. Þegar upp- skerutíminn kæmi og hvorutveggja væri orðið fullþroskað mundi verða hægara að greina fyllilega milli hins góða og liins illa sæðis. „Af ávöxtun- um skuluð þér þekkja þá.“ Að lokum mundi hið sanna eðli illgresisins koma í ljós og þá væri auðvelt að þekkja það úr og safna því í bundin til að brenna því, og þá jafnframt að bjarga öllu hveitinu í kornhlöður. Jesús Kristur var sáðmaður hins góða sæðis kristinnar kenningar í hinn plægða akur, — heiminn. Það var fyrst eftir að Hans góða sæði var sáð að zizania eða illgresinu var sáð í þann liinn sama akur. Óvinurinn sem sáði illgresinu fór veg sinn fullviss um það, að það mundi vaxa óg erfitt mundi verða að uppræta það. í raun og veru var það líka svo, að ef reita átti upp illgresið hlaut mikið af hveitinu einnig að eyðileggjast, en væri illgresinu hins vegar leyft að vaxa upp ásamt hveitinu mátti bú- ast við að einhverjir legðu sér það til munns og fyrirgerðu þann veg lífi sínu. Sá sem sáði illgresinu var því í sannleika „hinn vondi“, erkióvinur mannkynsins. Sérhver kristinn maður þarfnast aðvörunar. Illgresið táknar ekki syndir holdsins, svo sem drykkjuskap og ólifnað. Slíkar svndir eru augljósar og bera í sjálfum sér sína holdlegu refsingu sem endurgjald. Illgresið er andlegt eitur, fölsk trúarbrögð. Illgresið táknar trúarbrögð, sem ekki aðeins líkjast kristindómi, heldur virðast honum jafnvel fremri um ýmislegt, s. s. mannúð og samúð, t. d. með smælingjum, og ganga lengra í kröfum um góða sambýlishætti manna og bjóða upp á auðveldari leiðir til öflunar lífsgæða og lífsjjæginga en kristindómurinn gerir. Dæmisagan um illgresið virðist nú vera að uppfyllast. að undantekn- uni síðasta þætti hennar, — „degi Drottins“ er „kemur brennandi sem ofn“. (Mal. 4. 1; Sálm. 21. 8, 11). Hvenær sá dagur kemur vitum vér ekki, en spádómsþýðing dæmisögunnar er augljós og mörg eru þau tákn tím- anna, sem benda til þess að „dagur Drottins“ sé ekki fjarlægur. 2 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.