Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 25

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 25
hljóta að gera kröfur um réttar fram- kvæmdir, og hinir til stjórnanna að þær stjórni sæmilega. Skólastjórn eða kenn- ari getur varla varist því að gera ein- hverjar lágmarkskröfur til námsfólksins um hegðun og lærdóm, venjulegur kaup- andi að honum séu ekki seldar skemmd- ar vörur, og svo mætti lengi telja. En það er áreiðanlega illt og óhollt að gera miklar kröfur. Ef ég geri kröfur til einhvers um eitthvað, þá kólnar mér til hans — ég fjarlægist hann. Og ef ein- Iiver gerir kröfur til mín, þá kólnar mér líka til krefjandans. Krafan spillir háð- um, krefjanda og þeim, sem krafinn er, reisir vegg á milli þeirra, sundrar. Og svo er annað, að ef við krefjumst mikils, megum við vænta sífelldra vonbrigða, þar eð við erum í raun og veru undar- lega máttlítil gegn öðrum mönnum, sér- staklega um það, að fá þá til að láta að vilja okkar. Jafnvel einvaldsherrann. Stóumaðurinn sagði: „Þú getur látið drepa mig, en ég get tekið dauðanum eins og mér sýnist.“ Og vonbrigðin geta orðið að reiði og reiðin að vana — sí- felldri gremju sem eitrar líftið og fælir hvern frá öðrum. Og því sundraðri sem menn í samverki eða samfélagi eru, því meiri ástæða er fyrir hvern og einn að gera kröfur til allra hinna, því meiri kröfur eru gerðar og því meira vex sundr- ungin og andstillingin. Kröfum fer st'ipað og stjórn, þær mvnda vítahring: Því meiri sundrung, því meiri kröf- ur. Því meiri kröfur, því meira vex sundrungin. Og hitt: Því meiri kröfur, því meiri von- brigði. Því meiri vonbrigði því meiri gremja. Því meiri gremja, því minna vit, velvild og umburðar- lyndi, og þess meira er krafist. IV. Aðalatriði undanfarandi máls má draga saman í fá orð: 1. Mennirnir eru vanmáttugir um fæðuöflun sína, út af fyrir sig, ]rar þar eð þeir eru vanmáttugir gegn ýmsum þeim atriðum, sem hafa úr- slitaáhrif á það hvort þeir fá nógan mat eða ekki. 2. Vegna þessa vanmáttar hafa þeir gert ýmislegt, og gera ennþá, sem hefur vond áhrif á þá. 3. Sumum þessara spillandi athafna er ekki hægt að komast hjá. Og þá blasa við þessar tvær stað- reyndir: a) Þrátt fyrir allt okkar veldi erum við vanmáttugir að afla okkur nægr- ar fæðu, sem er þó undirstaða alls okkar lífs; þessi vanmáttur mun fara vaxa-ndi með vaxandi fólksfjölgun, ef ekki finnst upp einhver ný tækni til fæðuöflunar. b) Við neyðumst ýmist eða freistumst til hugsana og athafna, sem tví- mælalaust virðast stefna að því að spilla skapgerð okkar og stía okkur sundur: Skerða það í okkur, sem fyrst og fremst er nauðsynlegt til sæmilegrar sambúðar og umgengni hvern við annan. En til hvers er að tala um þetta? Þessi grein fjallar einmitt um það að til þess að geta lifað höfum við neyðst — og neyðumst — til vissra athafna sem sundra okkur og spilla í stað þess að sameina og bæta. Og til hvers er að tala um að það sé illt, sem ekki verður umflúið,? Já . .. En ef til vill mætti bæta eitthvað úr þessu, jafnvel til fulls. Það er ekki hægt að komast hjá söfn- un við núverandi ástæður, ekki hægt að komast hjá stjórn, ekki hægt að komast DAGRENNING 23

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.