Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 28

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 28
í brezku tímariti, sem vel fylgist með þ'i'í sem gerist austan járntjalds, segir ný- lega frá því, að í miðjum októbermán- uði s. 1. hafi Aljijóðaverkalýðssamband kommúnista (World Federation of Trade Unions) (WFTU) komið saman til fund- ar í Vínarborg til þess að ræða mjög þýðingarmikil málefni. Hinir fjórir að- alleiðtogar þessa kommúnistasambands voru þar allir mættir, en Jjeir eru: Shver- nik frá Rússlandi, Louis Salliant frá Frakklandi, di Vittorio frá Ítalíu og Vin- sent Lombardo Toledano frá Suður- Ameríku. Rússar réðu því að fundur- inn var haldinn í Vín og mun það hafa verið gert með tilliti til þess, að hann vekti minni athygli og hægara væri að fá almenning til að trúa Jjví að hann hefði aðeins fjallað um þýðingarminni málefni en orðið hefði raunin á ef hann hefði verið haldinn í Moskvu eða ann- ars staðar í járntjaldsríkjunum. Aðaltilgangur þessa fundar var sá, að ræða og gera áætlanir um hvernig mætti koma á verkfalli, sem næði til allra landa utan járntjalds og lamaði allt samgöngu- og framleiðslukerfi vest- rænna þjóða, þegar Rússar þyrftu á því að halda sér til stuðnings í hernaði. Rússar hafa fyrir löngu síðan hugs- að sér að það vopn Jieirra, sem e. t. v. gæti ráðið úrslitum ,ef ófriður brytist skyndilega út, væri að hleypa samstundis af stað alheimsverkfalli, sem lamaði all- ar samgöngur og kæmi ringulreið á allt athafnalíf frjálsra þjóða. Sú skoðun er nú orðin ráðandi meðal forustumanna Kominform, að verkföll, sem aðeins ná til einnar þjóðar eða eins lands, séu orðin tiltölulega þýðingarlítil, því öfl- ugt ríkisvald geti, hvenær sem er, brotið J^au á bak aftur. Hinsvegar mundu hin- ar einstöku ríkisstjórnir standa ráðþrota gagnvart alheimsverkfalli, sem bryt- ist út í mörgum löndum og í flest- um eða öllum starfsgreinum sam- tímis. Bæði Shvernik og Salliant bentu á að slíkt alheimsverkfall krefðist um- fangsmikils undirbúnings og ekki mætti hefja það fyrr en á hinu rétta augnabliki. Menn voru sammála um, að slíkt verk- fall væri framkvæmanlegt, Jdó ýmsir örð- ugleikar væru á undirbúningi þess og framkvæmd. Höfuð áherzluna taldi fund- urinn að leggja bæri á stöðvun sigling- anna og var lögð fram áætlun á fundin- um, sem herforingjaráð Zhukovs mar- skálks hafði gert, um að stöðvun sigl- inganna gæti haft úrslitaþýðingu, ef hún gæti orðið nokkurnveginn alger fvrsta hálfa mánuðinn fyrir og eftir að ófriður brytist út. Þessi ályktun studdist fyrst og fremst við þá staðreynd, að varnir Vest- urveldanna byggðust aðallega á sjóhern- um. Herforingjaráð Zhukovs bindur miklar vonir við það ef vel tækist fram- kvæmd slíks verkfalls. Niðurstaða fundarins um þetta efni varð sú, að slíkt alheimsverkfall mundi ekki aðeins hafa mikla þýðingu heldur 26 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.