Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 10

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 10
Höll þjóðabandalagsins i Genf. lega munntamt, og er við reyndum að láta vanþóknun okkar í ljós á ensku þá hristi lestarþjónninn höfuðið, sagði ,,no compra“ og fór leiðar sinnar. Við vorum í allstórum og mislitum hópi sem ætlaði til Zermat og fyrir hópn- um átti að vera fararstjóri — Svisslend- ingur, sem okkur var sagt að skildi ensku sæmilega. Lengi vel sást hann hvergi en loks skaut honum }dó upp. Og nú fékk hann heldur betur orð í eyra. Hvar eru sætin, sem þér lofuðu okkur? Hvað eig- um við að standa hér lcngi í þessum drepandi hita? Við hefðum aldrei farið af stað ef við hefðum haldið að við ætt- um að standa upp á endann klukkutím- unt sarnan í þessum svækjuliita! Og þeg- ar við létum þessu rigna yfir vesalings fararstjórann gerðum við þá uppgötvun, að hann skildi varla stakt orð í ensku, a. m. k. skildi hann skammirnar ekki orði til orðs, en eitthvert veður hafði hann þó af því, að við værurn ekki allskostar ánægðir. Hann svaraði okkur á klingj- andi frönsku, sem við skildum ekki vel, en réðum þó það mikið í að þetta mundi lagast í Montroux, því þar færu margir úr lestinni. Við ákváðum því að hætta að skamma hann á ensku hér eftir, en skamma hann bara fyrir öll svikin á hreinni og klárri íslenzku, því það gerði sama gagn þegar hann skildi hvorugt málið. En srnátt og smátt rættist betur úr þessu en á horfðist í fyrstu. Löngu S DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.