Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 19

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 19
maðurinn og að geta selt honum smíði sína fyrir mat, heldur þarf hann helzt að geta smíðað eins vel eða betur en aðrir smiðir, þegar smiðum fjölgar á sama stað. En þessi máttur einstaklings- ins gegn öðrum einstaklingum hefur í raun og veru aldrei verið til og er ekki til. Ekki geta allir smiðir verið beztu smiðirnir, og geta hvers og eins til þess að fá aðra alltaf til að láta að vilja sín- um, er mjög takmörkuð og bregzt helzt þegar mikið liggur við. Smiðurinn get- ur fengið bóndann til að selja sér mat þegar vel árar, en varla í hallæri eða liungursneyð. Það fór því svo, þegar frá leið, að þessi nýja fæðuöflunarað- ferð jók ekki mátt mannfélagsins gegn því umhverfi, sem það þurfti að sækja mat sinn til, heldur dró frekar úr hon- um. „En þetta getur ekki verið rétt“, hlýt- ur að verða sagt. „Fór mönnunum ekki fyrst að fjölga að ráði eftir að akurvrkja hófst?“ Og varð fjölgunin ekki enn þá hraðstígari eftir að verkaskipting kom til sögu? Og hvernig á að samrýma það vanmætti?“ — Já, svo er nú það. En sannleikurinn mun vera sá, að þessi mikla fjölgun hefði aldrei getað orðið, ef ekki hefði komið ný tækni til: Geymsla kornsins. Og ekki aðeins geymsla korns- ins heldur söfnun fyminga í góðum ár- um til harðæra. Þessi söfnun fyrninga var alveg nýtt fyrirbrigði, sprottið af vanmætti mannanna um sjálfa fæðuöfl- unina, og með henni tókst að sigrast á vanmættinu. Og svo þegar verkaskipt- ingin hófst, kom önnur tækni til sögu, til viðbótar við fyrningarnar, jafnnauð- synleg þeim samfélögum, sem urðu til upp úr henni, og það var föst stjórn samfélagsins. Ef stjórnirnar hefðu ekki knúið bændurna til að framleiða eins mikið korn og þeir gátu, og séð um, að þeir seldu hinum, jafnframt því, að tryggja fyrningasöfnunina, hefði allt einnig farið á ringulreið og fæðuöflun- arvanmátturinn komið í veg fyrir alla fólksfjölgun. Fymingar og stjórn er hvorttveggja tækni, sem hefur reynzt fullkomin nauðsyn í sambandi við ak- uryrkju og verkaskiptingu, og er hvort- tveggja sprottið upp af vanmætti mann- anna gegn sjálfu fæðuöflunarumhverf- inu, gróðurmætti moldarinnar og öðrum náttúruöflum, sem á hann gátu haft á- hrif — svo og öðrum mönnum. Hvort- tveggja er nauðsyn, lífsnauðsyn, athafn- ir út af fyrir sig, sem valda sérstökum þróunarstraumum. En þó að þessi tvöfalda tækni hafi nokkurn veginn getað fleytt okkur hing- að til, þá hefur hún þó alltaf brugðizt við og vjð í hörðum árum eða þáttbýl- um löndum eins og Kína og Indlandi, og nú er mannfólkið orðið svo margt, að talið er að mikill hluti þess fái ekki nóga fæðu, auk þess, að milljónir manna devja úr sulti árlega, einhvers staðar á jörðinni, og aðrar milljónir fara á von- arvöl vegna uppskerubrests og allskonar öngþveitis í sambandi við verzlun og vöruskipti og margt fleira. En „fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott“. Ef við gætum hugs- að okkur almáttuga veru, myndi hún standa í stað, „frá eilífð til eilífðar“, því auðvitað hlyti almættið einnig að ná til ódauðleikans. Ef hún hefði eitthvað í átt við það, sem við köllum löngun eða langanir, myndi hún svala þeim þeg- ar í stað og enga löngun hafa til neinna breytinga. Mennirnir lifðu aðallega á veiðum, mestan hluta aldurs síns hér á jörðinni. Þeir áttu tiltölulega auðvelt með að svala löngunum sínum, voru DAGRENN I NG 17

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.