Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 34

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 34
sínu hafi keisarinn vísað Arkelási í útiegð til Gaul og sent Kyreníus (Quirinius), rómverskan öldungaráðsmann, til þess að selja eignir hans og sjá um skrásetningu og eignamat í Sýrlandi. Manntalið var tekið með vissu millibili, eða 14. hvert ár. Sá háttur var alltaf hafður á, að láta manntalið fara fram að enduðu skilárinu, sökum þess að telja Jiurfti með öll börn, sem fædd voru Jrað ár. Skilárin á Jiessu tímabili voru: 23. f. K., 9. f. K., 6. e. K., 20. e. K. og 34 e. K., en skrásetningarár- in voru næstu ár á eftir þ. e. 22. f. K., 8. f. K., 7. e. K„ 21. e. K. og 35. e. K. Sumir sagnfræðingar liafa ekki gætt þess, að greina á milli skilársins og manntals- áranna, sem var næsta ár á eftir, og þess vegna reiknað ártöl sumra atburða rangt um eitt ár. Þess skyldi einnig gætt í Jressu sambandi, að í Sýrlandi byrjaði árið að vori til. Þar sem Arkelás ríkti að- eins 8 lieil ár (hið 9. var að líða) er að- eins um eitt manntal að ræða, sem hefur getað farið fram um sama leyti eða rétt á eftir að Arkelási var vikið frá völdum, en það er manntalið, sem tekið var um vorið 7 e. K. Josephus lætur í té óháða tímatalslega sönnun fyrir þessu ártali, þar sem hann segir að manntalið og mat- ið, sem fram fór um það leyti, sem Arkelási var vísað í útlegð, hafi verið framkvæmt 37. árið eftir að Ágnatus sigraði Antoníus við Actium. Orustan um Actium var háð 2. sept. árið 31 f. K., og Jress vegna hefur 37. árið frá Jreim tíma byrjað í september árið 6 e. K. og endað í sept. árið 7. e. K. (Antiq. XVII, XIII, 5 og XVIII, II, 1). Brottvíkning Arkelásar hefur Jrví gerst snemma á ár- inu 7 e. K. (enda þótt auðsætt sé að ákær- an á hendur honum liefur komið fram nokkrum vikum áður, eða síðast á árinu 6. e. K.). Þar sem Arkelás Iiafði, þegar hér var komið sögu, ríkt full 8 ár og hið 9. var að líða, hefur hann sest að völdum, í síðasta lagi, árið 2 f. K„ þótt verið geti að hann hafi tekið við hvenær sem var síðustu mánuði ársins á undan. Það er j:>ví fullvíst, að Arkelás hefur verið sest- ur að völdum fyrir um Jrað bil 2 árum Jregar Heródes faðir hans dó, 14. janúar árið 1. e. K. . Einnig var til Heródes Filippus fjórð- ungsstjóri í Trakónitis-héraði o. s. frv. „Hann dó á 20. ríkisári Tiberíusar og hafði þá verið fjórðungsstjóri í Trakónit- ishéraði, Gaul og ennfremur Jrjóðflokks- ins í Bateneu í 37 ár (Antiq. XVIII, IV, 6). 20. ríkisár Tilæríusar var frá ágúst árið 33 e. K. til ágúst 34. e. K. og 37. ár aftur í tímann frá Jdví, ná til ársins, sem byrjaði í ágúst árið 5 f. K. og endaði í ágúst árið 4 f. K„ sem verður Jjá árið Jreg- ar Heródes Filippus tók við fjórðungs- stjóraembættinu. Önnur tímaskilríki eru enn ekki kunn til J^ess að komist verði nær Jní hvenær liann varð fjórðungs- stjóri, og þangað til fornleifafræðin legg- ur fleiri gögn á borðið verður ekki hægt að tilgreina þann tíma er Heródes Filipp- us settist í fjórðungsstjóraembættið, nánar en Jrað, að hann hafi tekið við því einhvern tíma á árinu, sem byrjaði í ágústmánuði árið 5 f. K„ en þetta er nægilegt til að sanna það, að hann hefur sezt í embætti um það bil 4 árum áður en Heródes mikli dó. VITRINGARNIR. Mjög mikilvægur tímatals-tengiliður milli fæðingarárs Krists og æfiskeiðs Heródesar er frásögnin í 2. kap. Matt- eusar-guðspjalls um komu vitringanna frá Austurlöndum. í fyrsta lagi er það at- hyglisvert, að þetta atvik og flótti hinn- ar heilögu fjölskyldu til Egyptalands 32 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.