Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 18

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 18
um nokkra aðra bráð var að ræða. Og allir vita, að birnir eru ekki mjög grimm- ir. En fleiri menn saman gátu drepið hvaða dýr sem var, ljón, tígrisdýr, birni, jafnvel fíla og mammúta. Dýrin óttast manninn, en veiðimaðurinn ekki dýrin, og mun svo hafa verið frá öndverðu. Enda finnst venjulega sægur af alls kon- ar dýrabeinnm, Jjar sem mannabein hafa fundizt og aðrar menjar um steinaldar- manninn. Þriðja er það, að maðurinn er eina spendýrstegundin, sem verulega hef- ur unnið á í samanburði við aðrar teg- undir, síðan hann kom fyrst til sögu, eða síðustu ntilljón árin, og Jtað hafði honum tekizt til mikilla muna áður en akur- yrkja hófst. Mönnunum fjölgaði hægt og tæki Jteirra voru svipuð í mörg hundr- uð þúsund ár. Sumir telja Jtað sönnun fyrir vanmætti. En ég tel Jtað miklu frentur sönnun eða líkur fyrir mætti. Því að ntaður, sem líður vel, hefur litla löngun til breytinga. Og ntikill máttur einstaklinganna virðist ekki stuðla að miklum barnsfæðingum og fjölgun. Að minnsta kosti eru Jtað ekki auðugustu og valdamestu stéttir borgntenninganna, sem flest hafa átt börnin, heldur þvert á móti þær fátækari og máttarminni. Sannleikurinn er sá, að maðurinn er til- tölulega stórt dýr, snar, liðugur, sterkur og þolinn, og þegar við bætist vit hans og tæki, ætti það varla að vera efamál, að hann varð snemma leikinn í Jtví að veiða önnur dýr. Fyrir tíu þúsund árum fóru menn- irnir að rækta korn. Enginn veit, hvern- ig kornyrkjan hófst eða hvers vegna, en ltaldið er, að hún ltafi byrjað á svæðinu frá Afghanistan um Litlu-Asíu til Abess- iniu. Líklega hefur einhvers konar til- viljun átt drjúgan þátt í því. En hvað sem um Jrað er, gat Jiað virzt mjög álit- legt að þurfa ekki annað en að kasta nokkrum kornhnefum í öskuhaug eða moldarflag og fá svo heilmikinn mat upp af Jressu að hausti. Og reynslan varð sú, að J^essi aðferð til fæðuöflunar ruddi sér til rúms, ásamt kvikfjárrækt víðast. En lkiggull fylgdi skammrifi. Vöxtur korns- ins var háður veðráttunni. Ef áraði mjög illa gat frjómáttur moldarinnar ekki framleitt kornið. Þarna stóðu mennirn- ir andspænis sjálfum náttúruöflunum, vanmáttugir Jrá eins og nú. Akuryrkju- maðurinn Jrarf, ef vel á að vera, og liann að teljast öruggur um að lifa, að Itafa mikinn mátt gegn Jreim náttúruöflum, sem áhrif hafa á vöxt kornsins. En þenn- an mátt hefur hann ekki hlotið enn og verður því að teljast veiðmanninum vanmáttkari hvað Jretta snertir. Öll lífsgerfi sækja mat sinn til um- hverfisins. Sá Ji>áttur umhverfisins, sem veiðimaðurinn sækir sinn mat til, eru önnur dýr. Sá })áttur umhverfis akur- yrkjumannsins, sem hann sækir sinn mat til, er fyrst og fremst gróðurmáttur mold- arinnar, sem kuldi og hiti og Jrurrkur og vatnsflóð og margt fleira ákvarðar að mikln leyti. Og svo kemur loks Jrriðji Jráttur umhverfisins, fyrir sex til sjö þús- und árum, sem sumir fara að sækja mat sinn til, og Jiað eru aðrir menn. Þegar einhver maður er hættur að framleiða mat sinn sjálfur, og fær hann í skiptum fyrir smíðar, stjórn eða önnur störf, Jrá er hann farinn að sækja mat sinn til annarra manna. Og hér fór svipað og um akuryrkjuna: Þessi aðferð náði mikl- um vinsældum og útbreiddist mikið. En það er auðséð og auðskilið hverjum rnanni, að þeim er Jretta stunda, er nauð- syn á töluverðum mætti gegn öðrum mönnum. Smiðnum er ekki aðeins þörf á að geta smíðað betur en akuryrkju- 16 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.