Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 40

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 40
frænku sína, sem þá var á 1. viku sjötta mánaðar meðgöngutímans, eins og áður er sagt. í I. kap. Lúkasar, 56. v., segir að María hafi dvalið hjá Elísabet ,,um þrjá mánuði“, sem þýðir, því sem næst ná- kvæmlega þrjá mánuði, eins og vér sjá- um af því, hvernig Lúkas notar orðið um í sambandi við tíma. María hefir því dvalið hjá Elísabet þangað til Elísabet var komin á 1. viku 9. meðgöngumánað- arins, en farið heim til Nazaret áður en barnið Jóhannes skírari fæddist, eins og frásögn Lúkasar ber með sér. 40 vikna meðgöngutími Maríu, frá því í byrjun 4. viku desember, árið 3 f. K. endar þá í byrjun 5 viku septem- ber árið 2. f. K. og það er þá hinn rétti fæðingardagur Jesú. Sú vika byrjaði 29. september, og að kvöldi þess dags hófst hið nýja ár Gyðinga (1. Tishri) og lúðra- hátíðin. Hefði Kristur liins vegar fæðst árið 4 f. K., eins og talið er, ætti hann að vera fæddur kringum 26. nóvember, eða 7. Kislev, eftir framangreindum útreikn- ingi, með hliðsjón af röð prestaflokk- anna, en hvorki er sá dagur, né nokkur annar um það leyti, merkisdagur í al- manaki Hebrea, og það er öldungis óliugsalegt að fæðingardagur Krists væri ekki sérstakur hátíðisdagur, alveg eins og dánardagur ltans. En áður en vér skýrum frá hinni dásamlegu merkingu 1. Tishri (29.—30. sept.) árið 2 f. K., skul- um vér atliuga fleiri atriði, sem staðfesta að sá dagur sé hinn rétti fæðingardagur Krists. MIKJÁLSMESSA. í helgisiðabók ensku kirkjunnar er 29. september talinn helgidagur — Messa heilgas Mikjáls og allra engla. í vissum spádómum Biblíunnar er ,,Mikael“ not- að sem nafn á Kristi, eins og sjá má t. d. með því, að bera saman Daniel, 12. kap. L—2. v. og Opinberunarb. 11. kap. 15.— 18. v. Á fyrri staðnum segir svo: „En á þeim tíma mun Mikael, hinn mikli verndarengill, sá er verndar landa þína, fram ganga. Og það skal verða svo mikil hörmungatíð, að slík mun aldrei verið hafa frá því að menn urðu fyrst til og allt til þessa tíma. Á þeim tíma mun þjóð þín frelsuð verða, allir þeir, sem skráðir finnast í bókinni. Og margir þeirra, sem sofa í dufti jarðarinnar, munu upp vakna, sumir til eilífs lífs, sumir til smánar, til eilífrar andstyggðar." Og í Opinberunarb. segir: „Heimsríkið er orðið ríki Drottins vors og hans Smurða, og hann mun ríkja um aldir alda . . . Og þjóðirnar reiddust og reiði þín kom og sá tími, er dauðir skulu dæmdir verða, og tíminn til að gefa laun þjónum þín- um, spámönnunum og hinum heilögu og þeim, sem óttast nafn þitt, smáum og stórum, og til að eyða þeim, sem jörðina eyða.“ Báðir þessir ritningarstaðir fjalla um hina miklu hörmungatíð Jrjóðanna og upprisu dauðra, til umbunar eða refs- ingar, en á fyrri staðnum er sá, sem vald- ið hefir, nefndur Mikael, en á þeim síð- ari er opinberað, að hann sé sjálfur Drottinn vor. 29. september er ekki að- eins „Mikjálsmessa" (Krists) heldur einnig „Messa Mikjáls og allra engla“, eins og verið sé að vísa til þess tíma, er englahersveitirnar birtust fjárhirðunum á Betlehemsvöllum og lofuðu Guð og sungu, þegar Mikael (Kristur) fæddist í heiminn. í The Companion Bible er um Jretta ágæt athugasemd á þessa leið: „Hann (Kristur) fæddist ... 29. september. Þessi skoðun er studd þeim regin rökum, að 38 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.