Dagrenning - 01.04.1954, Síða 30

Dagrenning - 01.04.1954, Síða 30
Bandaríkjanna þar sem hann sagði, að nú þegar væri búið að koma fyrir mönn- um sem hefðu lykilaðstöðu til að ger- eyðileggja mikinn hluta fyrirtækja þess- ara þegar skipun yrði um það gefin. Hversu mikið má upp úr slíkum upplýs- ingum leggja er svo annað mál. Athyglisvert var það, að á ráðstefn- unni var það skýrt tekið fram, að stofn- un sú, sem sér um og þjálfar skemmdar- verkamenn er alveg aðskilin frá njósna- hringum og njósnarar og skemmdar- verkamenn vita ógerla hver um annan þótt þeir starfi á sama svæði. í því sem hér að framan hefir verið sagt hefir verið stuðzt við hið brezka tímarit, en engum, sem þekkir eðli kom- múnismans og innræti leiðtoganna og valdafýkn Jjeirra, kemur Jietta á óvart. Allsherjarverkfallið hefur ávallt verið eitt af aðalvopnum kommúnista og lags- bræðra þeirra, hverju nafni sem þeir nefnast. Hér er aðeins um það að ræða að færa út hugmyndina um allsherjar- verkfall svo það nái til allra þjóða (utan járntjalds) í senn. Að sjálfsögðu er alheimsverkfallinu fyrst og fremst ætlað að skaða hinar engil- saxnesku þjóðir, sem einar reisa nú rönd við kúgun, ofbeldi og lævísi liinnar aust- rænu heiðni. Vestrænar Jijóðir þurfa því að vera vel á verði hvað þetta snertir. Af frásögninni er augljóst, að alheimsverk- falla kommúnista er ekki undirbúið til þess að „bæta hagsmuni verkalýðsins" eins og jafnan er látið í veðri vaka Jregar um verkföll er talað, heldur er það und- irbúið og skipulagt til stuðnings árásar- fyrirætlunum Sóvietríkjanna á vestrænai þjóðir. íslenzku verkalýðsfélögin Dagsbrún og Iðja í Reykjavík munu hafa átt fulltrúa á Vínarfundinum. Deíld úr A. A. stofnuð á tslandi. Á föstudaginn langa, 16. apríl s. 1. var stofnuð í Reykjavík fyrsta deildin liér á landi úr hinum aljrjóðlega bindindis- félagsskap fyrrverandi drykjumanna, en sá félagsskapur nefnist á ensku Alcoholic Anonymus og er skammstafað A.A. (frb. ei. ei.). Stofnendurnir voru 14 og voru félagsskopnum settar bráðabirgðareglur og kosin fyrsta stjórn félagsins. Félagið hlaut nafnið „Reykjavíkurdeild A.A.“ Félagsskapur J>essi er eingöngu fyrir menn og konur, sem viðurkenna fyrir sjálfum sér og öðrum, að drykkju- hneigð þeirra sé eða hafi verið orðin svo sterk, að það var eigin viljakrafti þeirra ofvaxið að hafa taumhald á lienni, og því leita Jreir hjálpar æðri máttar til lausnar undan drykkjuskaparböli sínu. Félagsskapurinn starfar í smá hópum, sem halda vel saman innbyrðis og ]>ar hjálpar hver einstaklingur öðrum sem bezt hann má til að verjast falli, en auk ]>ess leitast hóparnir, hver um sig, við að ná til nýrra manna, sem hjálparþurfi eru. Hóparnir hafa lauslegt samband sín í milli. Enginn læknast af ofdrykkjuhneigð nema hann vilji það sjálfur. Fyrsta og mikilvægasta ákvörðunin er að vilja hætta. Reykjavíkurdeild A.A. vill leit- ast við að styrkja þá, sem finna hjá sér vanmátt til að framkvæma þá ákvörðun. Þeir, sem vilja setja sig í samband við A.A. ættu að skrifa fáar línur og senda bréfið til Reykjavíkurdeildar A.A. Póst- hólf 1139, Reykjavík. 28 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.