Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 32

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 32
ADAM RUTHERFORD: Frelsarí heímsíns ALDUR HERÓDESAR. Enn er ein aðferð eftir til þess að sann- prófa dánarár Heródesar, en hún er sú, að styðjast við aldur hans. Faðir Heró- desar mikla, Antipater, sem var Edómiti að ætt, en gyðingatrúar, fékk skipun sem landstjóri í Júdeu frá Júlíusi Cæsar árið 47 f. K. — ártal, sem enginn dregur í efa. Mjög stuttu eftir að Antipater hlaut þennan frama, skipaði hann son sinn, Heródes, landstjóra í Galileu, en hvort það liefur verið í lok ársins 47 f. K. eða árið eftir — 46 f. K. — er ekki tekið fram, en vér getum örugglega slegið því föstu, að Heródes hafi orðið landstjóri í Gali- leu einhvern tíma á árinu, sem byrjaði á síðari hluta ársins 47 f. K. og endaði síðari hluta ársins 46 f. K. Josephus segir í Antiquities XIV, IX, 2 (Whiston") að Antipater hafi „fengið Galileu Heródesi, elsta syni sínum, sem þá var kornungur maður, því hann var aðeins 25 ára gam- all.“ Josephus segir einnig, að Heródes hafi verið að nálgast sjötugsafmæli sitt þegar hann lagðist banaleguna (Wars, 1, XXXIII, 1; Antiquities, XVII, VI, 1) og Jress vegna hefur hann orðið sjötugur snemma í legunni, en hann andaðist i janúar árið eftir, eins og sagt var hér á undan. Hafi nú Heródes verið 25 ára gamall árið, sem byrjaði síðari hluta árs- ins 46 f. K., hefur hann orðið sjötugur árið, sem byrjaði síðari hluta ársins 2 f. K. og endaði síðari hluta ársins 1 f. K. 70-^-25=45, og eftir 45 ár frá árinu 47- 46 f. K. komum vér að árinu 2—1 f. K.). Eins og vér sjáum, kemur þetta nákvæm- lega heim við fyrri niðurstöður vorar, að Heródes hafi lagst banaleguna árið 1 f. K. og látist í janúarmánuði árið eftir. „EFTIRMENN“ HERÓDESAR. Talið hefur verið að valdatökuár þeirra, sem ríktu yfir Palestínu næst á eftir Heródesi, sanni að hann hafi dáið árið 4 f. K. Við rannsókn kemur í ljós að Jressu er ekki Jrannig farið, því að fylkin í Landinu helga höfðu sína eigin stjórnendur, þegar á dögum Heródesar, en hann var yfirkonungur þeirra. Þegar Heródes féll frá, kom enginn yfirkon- ungur í hans stað, en héruðin eða f jórð- ungsríkin lutu áfram stjórn sinna yfir- manna eða fjórðungsstjóra — skipun Jreirra af hendi Ágústusar keisara, eftir dauða Heródesar, var að mestu leyti formsatriði. Valdatími þessara hundraðs- höfðingja, livers fyrir sig, var því vitan- lega talinn frá því að Jreir tóku við emb- ætti í fjórðungsríkjum sínum eða héruð- um, en alls ekki frá dauða Heródesar. Það var því í raun og veru ekkert sam- band milli Jress, hvenær ,,eftirmenn“ Heródesar settust að völdum og dauða Heródesar sjálfs, og þetta á meira að segja við son Heródesar, Arkelás, sem raun- verulega réði yfir Júdeu, þann, sem tal- 30 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.