Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 36

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 36
í dag barnamorðanna í Betlehem ein- mitt þennan dag, h. 29. desember. En hvað sem því líður, þá er sú staðreynd óhagganleg, að fjöldamorðin í Betlehem gátu ekki farið fram undir öðrum kring- umstæðum en þeim, sem sköpuðust af ástandi Heródesar í banalegunni, í lok ársins 1 f. K. Heródes hafði fengið ör- ugga vissu um það hjá vitringunum, að Jesús væri á þessum tíma meira en árs gamall, en ekki orðinn tveggja ára; þess vegna hefur Jesús fæðst árið 2 f. K. Þetta er algerlega í samræmi við það, sem Pýra- mídinn mikli opinberar um fæðingu Krists, en samkvæmt því hefur hann fæðst nóttina milli 29. og 30. september árið 2 f. K. Þetta kvöld, kl. 6 e. h. bvrjaði hið nýja ár Gyðinga (1. Tishri) og þetta er hárrétt, því eins og á var bent hér á undan, segir Pýramídinn, hinir fornu feður og fornu sagnaritarar að Kristur hafi fæðst um haustið árið 2 f. K.; og því liefur Jesús verið meira en eins árs, en ekki orðinn tveggja í lok ársins 1 f. K. Sögnin um vitringana er því frábær víxl- sönnun, sem staðfestir bvort tveggja í senn, fæðingarár Krists og dánarár Heró- desar mikla. Biblían getur þess ekki, hvort heldur það var til Betlehem eða Nazaret, sem vitringarnir komu til þess að sjá Jesii þegar hann var ungbarn. Þegar vitring- arnir fóru frá Heródesi og ætluðu til Betlehem birtist stjarnan (í annað sinn) og vísaði þeim þangað sem „barnið var“ (Matt. 2, 9), en það er ekki tekið fram, hvort það var í Betlehem eða ekki. Samkvæmt lögmálinu varð Jósep alltaf að fara frá Galileu til Jerúsalem þrisvar á ári, og hefur hin heilaga fjölskylda því oft verið stödd í feðraborg sinni, Betle- hem (sem er urn 5 mílur frá Jerúsalem), og það er því hugsanlegt, að vitringarnir hafi heimsótt þau í einhverri af þessum mörgu ferðum þeirra til Betlehem. Hins vegar er engin sönnun til fyrir því, að þau hafi ekki verið í Nazaret á þeim tíma. Þar sem Jósef og María vissu um köllun Jesú, hafa þau bersýnilega ætlað sér að setjast að í Júdeu nálægt Jerúsalem (og þá sennilega í Betlehem) þegar þau sneru heim eftir flóttann til Egyptalands, til þess að vera þægilega nærri muster- inu og höfuðborginni, en Guð vísaði þeim aftur til Nazaret í Galileu, þar sem þau höfðu átt heima áður. Af framangreindum atriðum er sýni- legt, að hin heilaga fjölskylda hefur flii- ið til Egyptalands í lok ársins 1 f. K., en komið aftur til Landsins helga fyrir páskana, í lok marz, árið 1 e. K., því að Heródes dó í janúar það ár og Lúkásar guðspjall segir um þau í sambandi við heimförina til Nazaret, rétt eftir fæðingu Jesú — og þess vegna fyrir heimsókn vitr- inganna — að þau „ferðuðust ár hvert til Jeriisalem á páskahátíðinni" (Lúk. 2, 41). MANNTALIÐ. í Lúkasar guðspjalli, 2. kap. L—7. v. segir frá því, að um það leyti, sem Jesús fæddist, hafi farið fram skrásetning í Landinu helga, og að það hafi verið fyrsta skrásetningin, sem gjörð var, þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Þetta hefur orðið þeim mjög erfitt við- fangs, sem halda því fram, að Kristur sé fæddur árið 4 f. K., því að það hefur verið talið að Varus hafi verið landstjóri á Sýrlandi þangað til í lok ársins 4 f. K. a. m. k. og Kýreníus tekið við at' honum árið 3 f. K. og til ársins 1 f. K. Fljótt á litið mælir þetta vitanlega gegn því að Kristur hafi fæðst árið 4 f. K. og stvður 34 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.