Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 7

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 7
JÓNAS GUÐMUNDSSON: HvaS er franaimdaii? Hvað er nú framundan? er spurning, sem menn spyrja nú hver annan, er þeir mætast á förnum vegi eða hittast með öðrum hætti. Og þessa er spurt nú með meiri ugg og ótta en nokkru sinni fyrr síðan styrjöldinni síðustu lauk. Þetta er mjög að vonum. Hvert sem litið er, blasa ógnirnar við, er dunið geta yfir næsta daginn. Hver tilraun, sem gerð er til að sætta ,,austur“ og „vestur" reynist árangurs- laus, enda vantar alveg grundvöll undir alheimssamkomulag. Hvað þessu veldur er þeim einum ljóst, sem gera sér fulla grein fyrir jrví, hvaða öfl það eru, sem nú eigast við í mannheimi. En langflestir hika við að horfast í augu við það, sem raunverulega er að gerast. Menn vilja hvorki viðurkenna fyrir sjálfum sér né öðrum, hvernig komið er og taka afleiðingum þess, sem þegar er orðið. Og á meðan svo er, fer ekki að rofa til fyrir sjónum manna. í síðasta hefti Dagrenningar var sagt, að samkvæmt spámælingum Pýramíd- ans mikla ætti tímabilið frá 16. marz til 17. júní nú í ár, „að verða eitt örlaga- þrungnasta tímabil í sögu þjóðanna". Þegar þetta er ritað, er aprílmánuði að ljúka, og einmitt þessa dagana stendur allur lieimurinn á öndinni og spyr með óttablandinni von: Verður Genfarráð- stefnan til nokkurs? Síðarihluta marzmánaðar og það, sem af er apríl hefur dimmt svo yfir í al- þjóðamálum, að furðulegt er. Veldur þar mestu um óttinn við hin nýju atóm- vopn — vetnissprengjuna og cobalt- sprengjuna.sem mun verða margfalt stór- kostlegra eyðileggingarvopn en vetnis- sprengjan. Tilraun sú, sem Bandaríkja- menn gerðu með nýja tegund vetnis- sprengju í marzmánuði, og varð til þess að leiða í ljós, að evðileggingarmáttur þessara voðavopna er miklu meiri en menn höfðu reiknað með, og verkanir þess fyrir allt líf á landi og í sjó eru eða a. m. k. geta orðið slíkar, að enginn mannlegur máttur fái við ráðið, hefur opnað augu manna fyrir þeirri voðalegu staðreynd, að í næstu styrjöld hlýtur verulegur hluti mannkynsins að gjör- eyðast og allmikill hluti af yfirborði jarðarinnar að verða óbyggilegur um alllangt skeið. Beztu sannanirnar fyrir þeim ótta, sem hefur lagzt yfir htigi manna, eru e. t. v. umræður Jjær, sem fram fóru í brezka þinginu síðast í marz um það, að skora á Bandaríkin og Sovét- ríkin að hætta frekari tilraunum með vetnissprengjuna, vegna þess að hún ógnaði tilveru alls mannkynsins. Aldrei fyrr í sögu sinni hefur AlJ^ingi íslendinga heldur gert nokkra sam- þykkt, sem sé hliðstæð þeirri, er það gerði í þinglokin nú út af tilraunum með vetnissprengjur. Við ráðstefnu þá, er nú situr í Genf binda margir einhverjar vonir. En hún mun reynast árangurslítil. Hin heiðnu austurálfuríki með Rússland í farar- broddi, munu ef til vill slá eitthvað und- an til J:>ess enn að vinna tíma til frek- DAGRENNING S

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.