Dagrenning - 01.04.1954, Síða 17
EINAR GUÐMUNDSSON FRÁ HRAUNUM:
Kyiileg og kuldaleg örlög
Sum lengstu skrefin í þróunarferli mannanna hafa
leitt til framþróunar, sem hlýtur að rýra félagslyndi
þeirra og æskilega skapgerð.
(-----------------------------------------
Ritstjóri Dagrenningar er um ýmis-
legt, er fram kemur i grein þessari, á
annarri skoðun en greinarhöfundur. En
i grein hans er reynt að kryfja til mergj-
ar sum þýðingarmestu vandamál sam-
tiðar vorrar og eiga skoðanir höf. full-
an rétt á sér þegar þau mál eru rœdd.
Þess vegna telur Dagrenning ávinning
að þvi að grein þessi komi almenningi
fyrir sjónir.
J. G.
^_________________________________________)
I.
Talið er, að menn hafi lifað hér á jörð
eina milljón ára eða lengur. Allan þenn-
an tíma hafa þeir haft augu framan á
höfðinu ,stórt heilabú, hendur og geng-
ið uppréttir á fótum, sem sérstaklega
einkennast af hælnum. Þeir hafa allan
þennan tíma verið svipað gerðir líkam-
lega, og mennirnir eru nú. Þeir lifðu
lengstum í litlum samfélögum, hópum,
bjuggu vafalaust við ákveðnar siðvenj-
ur og notuðu tæki. Þeir lifðu á berjum,
ávöxtum og rótum, og svo á veiðum.
Vafalítið urðu veiðar mjög fljótlega að-
alaðferð þeirra til matvælaöflunar, enda
mun þá hafa verið gnægð veiðidýra, þar
sem menn bjuggu. Það er sýnilegt, að
öllum skepnum er mikil nauðsyn á mætti
gegn þeim lífsgerfum, sem þær lifa helzt
á. Það er svo að segja frumnauðsyn alls
lífs að verða máttugt um að afla sér
fæðu eða máttugt gegn því umhverfi,
sem veitir því fæðuna. Og þetta tókst
mönnunum. Þeir urðu snemma mjög
máttugir gegn öðrum skepnum. Þeir
gátu veitt fíla, flóðhesta, hellisbirni —
og auðvitað öll smærri dýr. Meðan eitt-
hvert dýr var uppistandandi, þurftu
menn í, nágrenninu ekki að svelta.
Mennirnir lifðu á veiðum í á að gizka
níuhundruð og níutíu þúsund ár, voru
allan þann tíma vel máttugir gegn öðr-
um skepnum og gekk prýðilega að lifa.
Sú hégilja, að menn hafi hálfsoltið á
veiðimannsstiginu og verið mjög óburð-
ugar skepnur ,er næsta undarleg. Fyrst
er það, að um þær mundir var mesta
blómaskeið spendýranna, en menn fáir.
Gnægð veiðidýra hefur því hlotið að
vera handa þessum fáu mönnum, og
þeir gátu elt dýrin og flutt sig stað úr
stað, eins og bezt hentaði. Annað er það,
að veiðimaður er ekki lamb að leika sér
við fyrir önnur dýr. Vanur maður með
lurk eða slöngu að vopni ræður hæglega
niðurlögum eins til tveggja úlfa í bar-
daga. Aðeins stóru rándýrin af kattaætt-
inni og birnir hafa verið honum ofur-
efli. En jafnvel ljón og tígrisdýr hefur
liann getað meitt svo, að þau hafa yfir-
leitt lært að láta hann afskiptalausan, ef
DAGRENNING 15