Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 33

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 33
inn er eftirmaður Heródesar og keisar- inn sæmdi hinu æðra heiti — þjóðhöfð- ingi. Vér skulum nú athuga þetta allt nánar. Fjórðungsríkið Galilea (ásamt Pereu) var stofnað árið 20 f. K. löngu fyrir dauða Heródesar, og fyrsti fjórðungsstjórinn var Pheróras, bróðir Heródesar sjálfs. Stjórnartíð eða ríkisár Pherórasar voru að sjálfsögðu talin frá árinu 20 f. K. og eftirmaður hans taldi sinn valdatíma frá því að hann tók við eftir andlát Pheróras- ar, sem lézt á undan Heródesi, því það var Heródes, sem sá um útför Pherórasar. Fjórðungsstjóri Galileu og Pereu á þeim tíma, sem Heródes rnikli dó, var Heródes Antipas, sonur hans, og fjórðungsstjóra- embætti hans var staðfest í erfðaskrá Heródesar og síðar af Ágústusi keisara, en stjórnartíð eða ríkisár Heródesar Anti- pasar voru vitanlega talin frá því að hann tók við fjórðungsstjóraembættinu í upp- hafi, meðan Heródes mikli var enn á lífi. Þessi Heródes Antipas var loks hrakinn úr landi af Cajusi Claudiusi, árið 40 e. K., eftir langa valdatíð, eða 43 ár, og liefur hann því orðið fjórðungsstjóri í Galileu árið 4 f. K. (43-=-40+l=4), en það er algerlega óviðkomandi dánarári Heródesar mikla. Hvað viðvíkur Júdeu, þá var Antipater sonur Heródesar þar við völd um stuttan tíma meðan faðir hans lifði, en honum var vikið frá á dögum Heródesar. Heró- desi mikla farast orð um Antipater son sinn á þessa leið: „honum, sem ég hef að nokkru leyti afhent konungsvald mitt í lifanda lífi“ (Wass. 1, XXXII, 2). Og sjálfur segir Antipater síðan í varnarræðu sinni við Heródes: „Ég var þegar orðinn konungur — konungur sem þú skipaðir sjálfur í lifanda lífi“ (Wass. 1, XXXII, 3). Eftir brottvik Antipaters skipaði Heró- des Arkelás son sinn höfðingja yfir Júdeu, og á banasænginni breytti Fltró- des erfðaskrá sinni í samræmi við þetta. (Að vísu hafði hann arfleitt Antipas að Júdeu nokkrum vikum áður, til þess að stríða Arkelási, en á banasænginni breytti hann ákvörðun sinni Arkelási í vil, enda Iiafði hann þá þegar valdið — (Antiq. XVII, VI. og VIII, 1.). Þegar Arkelás fór til Rómar, rétt eftir dauða föður síns, til Jress að fá staðfestingu keisarans á emb- ættisvaldi sínu, sögðu ákærendur lians að „í orði væri Arkelás að berjast fyrir kon- ungsríkinu, en á borði hefði hann fyrir löngu beitt konungsvaldi.“ Eftirfarandi setning er úr úrskurði þeim, sem Arkelás hlaut, þegar til Rómar kom: „Edómía og Júdea og héraðið Amaría guldu Arkelási skatt, en samkvæmt skipun keisarans skal fjórði hluti skattsins undan skilinn“ Antiquities XVII, XI, 4). Af |:>essu er aug- ljóst, að Arkelás Iiefur verið farinn að taka skatt áður en liann fór á fund keis- arans, sem tók undan 25%, og ferð hans til Rómar hefur því ekki verið farin til þess að taka við konungsvaldi í Júdeu o. s. frv. heldur til þess að fá það stað- fest, að föður sínum látnum. Báðir hin- ir fornu sagnaritarar Dio Cassius og Josephus skýra frá því, að á 9.*) ríkisári *) Dio. XV, 27: Josephus, Wars II, VII, 3. í Antiq. XVII, XIII, 2, segir Josephus „tíunda ríkisári,“ en með því kemst hann ekki aðeins í mótsögn við það, sem hann hefur áður sagt sjálfur í Wars of the Jews, heldur einnig við annan fornan söguritara, Dio Cassius. Það reynist líka svo, þegar Wars og Antiquit. Josep- husar ber ekki saman, að þá eru Wars venjulega nákvæmari, enda eru það ítarlegar frásagnir af atburðum, sem nýlega voru um garð gengnir, en Antiquities eru ekki ritaðar fyrr en 18 ár- um síðir og eru heildarágrip af sögu, sem naer yfir 5 þúsund ár, eins og Josephus segir sjálfur (Josephus, Contra Apionl, 1.). DAGRENNING 31

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.