Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 42

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 42
lyonska, sem hún rakti rætur sínar til. Sá, sem ef ,til vill er almennastur allra vorra kristnu siða, jólatréð, var jafnal- gengt í hinu heiðna Egyptalandi og Róm, en í stað þess að Egyptar notuðu pálma- tré, notuðu Rómverjar furutré. Einnig um þetta atriði er mjög góð athugasemd í The Companion Bible, á þessa leið: „Elztu ábendingu um það, að 25. desern- ber sé fæðingardagur Krists, er að finna í Stromata eftir Clemens frá Alexandríu, í byrjun þriðju aldar . . . Það er engum vafa undirorpið, að jólin voru heiðin há- tíð, sem til var löngu fyrir tíma Krists . . . Meðal þess, sem rekja má til Egyptalands og Babylonar, er það, að ýmsir hátíða- dagar fornra trúarbragða (fæðingardag- ur egypzka guðsins Horusar eða Osiris, 25. des.) komu smárn saman í stað fæð- ingarhátíðar Fresara vors, þ. e. 29. sept- ember, eða Míkjálsmessu." Frá fæðingardegi Jesú er auðvelt að reikna nákvæmlega aftur að boðunardegi Maríu, níu mánuðum áður því þar eð Drottinn Kristur var fullkominn á öllum sviðum, hefur meðgöngutíminn hlotið að vera eðlilegur og fullkominn, m. ö. o. 280 dagar. En ef vér teljum 280 daga frá fæðingunni 29. sept. árið 2 f. K., komum vér að 23. desember, árið 3 f. K., sem samkvæmt Júlíanska tímatalinu, er vér notum, er nákvæmlega vetrarsólstöðu- dagurinn. Jesús hefur því horfið frá hin- um himnesku dýrðarheimkynnum á himneskum eða stjarnfræðilegum tíma (vetrarsólstöðum) og fæðst 280 dögum síðar í heiminn um áramót (á nýársdegi Gyðinga). Lögmálið bauð að 40 dagar skyldu h'ða frá fæðingu sveinbarns áður en það væri fært Drottni (III. Móseb. 12. 2, 4, 6). Þar eð fyrsti jarðvistardagur Jesú var 1. Tishri, hefur 40. dagur hans verið 10. Marchesvan og hefur hann því verið bor- inn í ntusterið í Jerúsalem daginn eftir, eða 11. Marchesvan, sem var 9. nóvem- ber árið 2 f. K. og þá „þegar þau höfðu lokið öllu, er lögmál Drottins bauð, sneru þau aftur til Galileu, til borgar sinnar Nazaret“ og „foreldrar hans ferð- uðust hvert ár til Jerúsalem á páskahá- tíðinni" (Lúk. 2, 39.—41.). Fyrstu pásk- arnir eftir fæðingu Jesú voru árið 1 f. K. og á tímabilinu milli þeirra og pásk- anna árið 1 e. K. var heimsókn vitring- anna, flótti hinnar heilögu fjölskyldu til Egyptalands, dauði Heródesar mikla og heimför hinnar heilögu fjölskyldu til Nazaret aftur. Næstu páskar, sem um er getið í frásögnunum, eru þegar Jesús var 12 ára og fór með Jósef og Maríu til Jerúsalem (Lúk. 2, 42.—51.). Þetta voru páskarnir vorið 12 e. K„ þegar Jesús var 12 ára og 6J/2 mánaðar, miðað við almanak Gyðinga, en 12 ára og 6 mánaða eftir því Júlíanska, því að páskarnir voru það ár síðast í rnarz. Hann hefur auðvitað orðið 12 ára 1. Tishri í lok ársins 11. e. K. (2+11-^1 = 12). Frh. 40 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.