Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 5

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 5
I byrjun 18. aldar tóku ávextir hins góða sæðis af frjálsum lestri Biblí- unnar að koma greinilega í ljós. Hinar andlegu og siðferðilegu framfarir þeirra þjóða, sem lásu Biblíuna, voru furðulegar, og til hvers þess fram- andi lands, sem hið frjálsa Orð Guðs — Biblían — barst, var eins og þeir, sem neyttu af ávexti þess, væru hreinlega hrifnir út úr andlegu myrkri. En illgresið hafði þá eínnig náð miklum þroska, þótt ekki yrði það fullkomlega augljóst á heimsmælikvarða fyrr en eftir 1917, er hásætum konunganna hafði verið kollvarpað og þjóðhöfðingjastjórn afnumin. Þá náðu völdum menn, sem huguðust mynda „skipulögð“ þjóðfélög, og hóf- ust lianda um að ákveða hvernig hver einstaklingur ætti að lifa. Þegar sú alda reis, sem lagði valdið í hendur hinna almennu borgara, komu til sögunnar ný trúarbrögð, — ýmiskonar sósíalismi undir ýmiskonar nöfn- um, og með þeim komu kennimenn, sem kröfðust frelsis til þess að blanda kristlegan boðskap andkristilegum kenningum og heimtuðu umburðar- lyndi þeim til handa, sem reyndu að véfengja, spilla og eyðileggja kenn- ingar Biblíunnar og setja í þeirra stað kennisetningar húmanismans. (Húm- anismi er nafnið á þeirri stefnu, sem miðar allt við manninn, en ekkert við Guð. Hana mætti kalla mannræktarstefnu). Grundvöllur tilbeiðslunnar í hinum sósíalistísku trúarbrögðum, hverju nafni sem þau nefnast er efnishyggja, en vegna þess að þau lofa fólki alls- konar vernd og þægindum, allt frá vöggu til grafar, telja margir þessi trúar- brögð eftirsóknarverðari en hina kristnu kenningu. Kenning Biblíunnar er því burtrekin úr hinu opinbera lífi en fær leyfi til að visna upp á heimilum og í skólum. Þó stendur skrifað: „Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman.“ (Matt 4. 4.) Að lögum Móse bar ríkum manni að vera gjafmildur við fátækan bróður, skera ekki framlag sitt við nögl, viðurkennandi það, að Drottni heyrir jörðin og allt, sem á henni er.“ (Sálm. 24. 1). Þetta er einnig boðið í 58. kap. Jesajabókar og Fjallræðunni. Þegar fátækur maður biðst hjálpar, þar sem sósíalimi er ríkjandi, er honum úthlutað eftir köldum, fyrirfram ákveðnum meðaltals mælikvarða, sem lagður er jafnt á alla og hjálpin er veitt með eftirtölum og þiggjand- inn grunaður um leti, ómennsku eða annað verra. Á honum hvílir grunur um svik og því þarf að njósna um liina réttu hagi hans. Skoðunarmenn og rannsóknarar fá þar brátt nóg að gera. Þetta er byrjunarstig lögreglu- ríkisins, sem síðar verður að þrælaríki, þar sem hverjum og einum er ná- kvæmlega úthlutað það naumasta, sem hann getur komist af með sér og sínum til viðurværis. Illgresi hinna fölsku efnishyggjutrúarbragða er nú verið að safna í „bundin“, það eru stofnanir, félög, sambönd og allskonar samtök þeirrar DAGRENNING 3

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.