Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 13
umst inn í vagninn og lestin fer af stað. Hún fer allgreitt í fyrstu, en brátt kemur snarbrött kinn og þar upp liggur vegur- inn. Nú hægir lestin og fer upp brekkuna á tannhjóli sínu álíka hart og gangandi maður. Vegurinn er svo beinn sem við verður komið og jarðgöng grafin gegnum fjallshóla. Við stígum á örstuttum tíma hærra og hærra. Og nú breytist gróðurinn óðfluga. Trén hverfa og lágvaxið lyng tekur við, síðan kræklótt kjarr og loks er allur annar gróður horfinn en hinar harð- gerðustu jurtir — þær sömu eða svipaðar og þær sem við þekkjum á hálendi ís- lands. Ferðinni er heitið upp á fjölsótt há- fjallahótel á Gornergrat, sem er í 3136 metra hæð yfir sjávarfleti. Það er augljóst framan af ferðinni að menn eru hálf- smeykir. Hvernig færi ef tannhjólin bil- uðu? „Ætli þeir Iiafi þá ekki bremsurnar í lagi“, segir Gröndal, og um það reynd- ist hann sannspár. En maður venst þessu fljótlega, og þegar fyrsta stóra brekkan er búin taka menn að ræðast við hátt og í hljóði. Morgunverð á að borða á Riffel- alpfjallahóteli í 2212 metra hæð. Þar er aðeins staðnæmst stutta stund og menn fá sér te eða mjólk og brauðsneið, þeir sem það vilja. Leiðin upp að Gornergrat er stórfengleg og á köflum er hengiflug- ið slíkt, að ekki er gott fyrir þá, sem eru lofthræddir að vera að gægjast mikið út um gluggana. Á kafla eru byggð trjágöng vfir brautarteinana því þar tekur snjór- inn ekki upp. Allir sitja sem fastast og mér sýnist sumir halda sér — að minnsta kosti geri ég það. Og loks er komið í áfangastað klukkan um 10 fyrir hádegi, eftir tveggja klukkustunda ferð í há- fjallabrautinni. Hér blasir við stórt, og að því er virðist nýbyggt, hótel. Hér er ekki stingandi strá að sjá, en ein eyðimörk íss og grjóts svo langt sem augað eygir. Gornergrat hótel- ið stendur á dálítilli hæð. Það er byggt úr grjótinu sem þarna er — grágrænum, gljúpum steini. Þetta er stórt og rúm- gott hótel, getur tekið margt manna og hér dvelja sjálfsagt margir á vetrum við skíðaferðir og liéðan ganga menn á fjöll- in. Við erum fegin að áfangastað er náð, því lestin var ekki sem þægilegust er til lengdar lét. Ég stend á fætur og ætla út, en þá kenni ég einhverra óþæginda. Ég læt samt ekki á neinu bera, en styð mig við bekki og dyrastafi uns ég kemst út. En þegar ég sleppi lestinni ætla ég að detta um koll. Hvað var að? Ég skjögra yfir að steini, sem þarna stendur og sest á hann. Ég sé að ýmsir fleiri eru óstöðugir á fótunum. Enginn var þó fullur. Loksins uppgötvaði einhver hvað að var. Það var loftið. Loftið var svo þunnt þarna uppi í 3136 metra hæð, að maður var góða stund að jafna sig áður en hægt væri að ganga um óstuddur. Hið mikla hótel á Gornergrat heitir Kulm-hótel. Af svölum þess sér vitt um Alpana og við blasa ýmsir hinna frægu tinda Alpanna, svo sem Matterhorn, sem þarna ber höfuð og herðar yfir önnur f jöll, og Monte Rosa. í djúpum dal neðan við fjallið, sem Kulm-Hótel stendur á, rennur stórá milli skriðjökulsskara, sem svo til fyllir dalinn. Þungur árniðurinn heyrist gieinilega heim að hótelinu þeg- ar hljótt er. Hér uppi er viðsýnt mjög, og til þess að auka enn víðsýnið er kíkirum komið fyrir á hæðinni til þess að menn eigi þess kost að sjá hin f jarlægu fjöll, sem bezt, og fylgjast með ferðum manna um fjöllin. Stór skemma stendur þar á hlaðinu og eru þar seldir minjagripir, póstkort og DAGRENNING 1/

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.