Dagrenning - 01.04.1954, Síða 12

Dagrenning - 01.04.1954, Síða 12
ir þá flutt okkur um 1000 metra upp í fjöllin á tæpum tveim klukkustundum. * Klukkan 8 um kvöldið komum við til Zermat sem er yndislegt, lítið fjallaþorp í friðsælu smádalverpi efst í Nikulásar- dal, ef hann endar þá ekki fyrr. Við stíg- um úr lestinni og göngum til lukelsins, sem er stórt og veglegt timburhús. Hér fáurn við hinn bezta beina og hin ágæt- ustu herbergi. Hreinlætið og hin frá- bæra umgengni allra, kurteisin og prúð- mennska þjónustufólksins, er einstakt. Hér er gott að vera. Hér er ekki margt manna nú, en á vetrum er hér allt yfir- fullt af skíðafólki frá öllum löndum Evrópu og Ameríku. Um kvöldið gengum við um bæinn. Veðrið var hlýtt og loftið tært og hress- andi. Allar búðir voru opnar langt fram á kvöld, jafnvel til miðnættis þær, sem seldu ferðamönnum minjagripi og ann- að er þeir girntust. Það var einkennilegur og heillandi blær yfir þessum litla bæ þarna uppi í Olpunum. það var eins og bæjarbúar væru ein fjölskylda og gestun- um var tekið með kurteisi og hlýju og reynt að skilja þá og skemmta þeim og verða við óskum þeirra. Vínstofur voru þarna nokkrar sem seldu bæði áfeng og óáfeng ávaxtavín og sumstaðar var dans- að á smápöllum eða görðum milli hús- anna. Klukkan 12 á miðnætti var búðun- um og veitingastöðunum lokað, en þá hófst sú athöfn, sem mörgum mætti verða til eftirbreytni. Fjölskyldan, sem á ogrek- ur hverja smábúð eða veitingastofu, hófst þá — klukkan 12 á miðnætti — handa um að þvo búðina og gangstéttina fyrir fram- an húsið og sópa allt og snyrta svo það væri í fullkomnu lagi að morgni. Ég veit ekki hvort þetta er gert daglega, en líklegt er það, en í þetta sinn var laugar- dagur, svo vera má að þetta sé aðeins gert í vikulokin. Á næsta hálftímanum þagnaði allur ys og þys þessa litla — en fjölmenna — fjalla- þorps. Á leið okkar heim að liótelinu gengum við fram hjá kirkjunni, sem er stór og falleg. í henni loguðu ljós og lnin var opin fyrir þá, sem ganga vildu þangað inn og gjöra bæn sína í skjóli hennar. # Sunnudagurinn 29. júní 1947 rann upp bjartur og skínandi. Við vorum vakin kl. 7 um morguninn því nú skyldi haldið hærra upp í fjöllin með reglulegri liá- fjallalest. Við gengum lítillega um í þorp- inu áður en lagt er af stað, ög nú fyrst sér maður Jrennan smábæ við dagsbirtu. Þorpsbúar lifa augljóslega aðallega á tekjum af ferðafólkinu, en þó er þarna nokkur landbúnaður, einkum kvikfjár- rækt. Við mætum nokkrum smásveinum með stóran geitahóp, og Jrað klingir í bjöllunum, sem sumar geiturnar bera um hálsinn. Uppi í hlíðunum allt í kring ern smákofar úr bjálkum. Þeir eru notaðir sem sumarbústaðir á sumrum, en skíðakofar á vetrum, en veturnir eru aðalatvinnutími Zermatbúa. Þrjú eða fjögur stór ltótel eru í þessum litla bæ. * Að fenginni hressingu á hótelinu er lagt af stað tit í hið ógleymanlega æfintýri — förina upp á Gornergrat. Á járnbraut- arstöðinni stendur alleinkennilegt farar- tæki — háfjallajárnbrautarlest. Hún rennur á Jrrem sporum og eru hliðarspor- in eins og á venjulegum járnbrautarlest- um en miðsporið er fyrir tannhjól. Það er hjólið sem ræður ferðinni. Við setj- 10 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.