Dagrenning - 01.04.1954, Síða 38

Dagrenning - 01.04.1954, Síða 38
sérstakri stjórnardeild í landstjóratíð Kýreníusar sjálfs). Þess skyldi gætt, að frásögnin í 1. v. 2. kap. Lúkasar stangast tímatalslega á við nærstu vers á eítir. Fyrsta versið er þannig: „En það bar til um þessar mund- ir, að boð kom frá Ágústus keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina" (utan máls: „skrásetja skyldi alla heims- byggðina til skatts“). Þetta var allsherj- ar regla, sem Ágústus keisari fyrirskip- aði í öllu rómverska heimsveldinu nokkr- um árum áður („um þessar mundir"). Næstu versin á eftir eiga við framkvæmd Jressarar skipunar í Landinu helga árið 2 f. K. Þar sem vér höfum nú sannfært oss um Jrað, af heimildum hinna fyrstu kirkjufeðra og fornu söguritara, að Jesús iiafi fæðst seint á árinu 2 f. K. skuliun vér halda áfram og sanna, ef unnt er, árstíðina, mánuðinn og daginn, sem hann fæddist. Betlehem er venjulega frost og snjókoma algeng, á vetrum. Það mætti Jdví liugsa sér, að umhverfi Betlehem væri eitt af þeim héruðum, þar sem fé var haft í húsi yfir veturinn, og sé það rétt álykt- að, þá samræmist jnað ekki sögu Tal- múdanna um fjárflutningana, að Jesús sé fæddur að vetri til, heldur ætti hann að vera fæddur einhverntíma á tímabil- inu milli marz og nóvember, þegar féð var haft úti á nóttunni. Þar eð Jesús fæddist á síðari hluta árs, getunr vér sleppt mánuðunum marz—júní, og þess vegna hlýtur hann að liafa fæðzt á tíma- bilinu milli júlí og nóvember. ELÍSABET OG MARTA. En Ritningin lætur oss í té heimildir, sem gera oss unnt að ákveða fæðingar- dag Jesú miklu nánar. Frásögn Bibh'- unnar um tímann þegar jrær urðu þung- aðar Elísabet móðir Jóhannesar skírara og María, móðir Jesú, er afar mikilsverð í tímatalslegu tilliti. í 1. kap. Lúkasar, 5. v., er sagt frá Jrví, að Sakaría (faðir Jó- hannesar skírara) hafi verið prestur af flokki Abía. í 8.—LS. v. segir, að þegar Sakaría hafi verið „að gegna prestsþjón- ustu frammi fyrir Guði, eftir röð flokks síns“, hafi honum borist vitneskja um Jrað frá liimnum, að kona hans mvndi ala honum son, sem ætti að heita Jó- hannes. í 23. og 24. v. sama kapítula segir síðan á þessa leið: „Og er þjónustudag- ar hans voru liðnir, fór hann lteim til sín. En eftir J^essa daga varð Elísabet kona hans Jrunguð og hún leyndi sér í fimm mánuði.“ Næstu vers greina frá því, að þegar þessi tími var liðinn, Ji. e. í byrjun sjötta mánaðar Elísabetar, hafi María, móðir Jesú, fengið boðun sína, og þannig stendur skrifað: „En á sétta mánuði var Gabríel engill sendur frá FJÁRHIRÐARNIR. I 2. kap. Lúkasar, 8. v. segir svo: „Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gættu unr nóttina hjarðar sinnar." Til er Talmúda-sögn um Jrað, að hjarð- irnar hafi verið reknar á haga í marz og heim aftur í nóvember. Þetta á vitan- lega aðeins við hálendishéruð Palestínu. í láglendishéruðum landsins hefur víða verið Iiægt að láta fénað ganga úti allan ársins hring. Smáborgin Betlehem er 2550 fetum fyrir ofan sjávarmál (stend- ur liærra en nokkur borg í öllu Stóra- Bretlandi) og sumar byggðirnar umhverf- is Betlehem standa talsvert hærra en Jietta. í Jerikó, sem stendur einna lægst af öllum borgum heims, Jró ekki séu nema 30 mílur á milli, er hins vegar næstum því hitabeltisloftslag, en upp í 36 ÐAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.