Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 43

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 43
Opinberun Pýramídans mikla um ísland í fyrsta liefti Dagrenningar var frá því skýrt að gerð hefði verið tilraun til að konta á fót félagsskap áhuganianna unt pýramídafræði, sem yrði deild í samskonar samtök- um, sem þegar hafa verið stofnuð í Bretlandi og Bandaríkjunum. Aðeins fáir menn liafa nú þegar ákveðið þátttöku sína í stofnuninni og væri æski- legt að þeir, sem hug hefðu á að vera þar með sendu ritstjóra Dagreningar, sem er formaður félagsskaparins, línu þar um. * * # Allar þær bækur, sem gefnar hafa verið út um pýramídafræði hér á landi áður, eru nú þrotnar. Svo er t. d. um bækur Dr. Adam Rutherfords, Pýramidinn mikli, og Boð- skapur Pýramidans mikla, Hin mikla arfleið íslands svo og Vörðubrot eftir Jónas Guðmundsson. Rannsóknarstofnun pýramídafræða hefir nú hafist handa um útgáfu rita Dr. Adam Rutherfords, en stofnunin hefir útgáfurétt að öllum hans bókum, og verður lyrsta bókin, sem út verður gefin nýtt rit eftir Dr. A. Rutherford, sem nefnist: Opinberun Pýramídans mikla um ísland. Bók þessi kemur fyrst út hér á landi en síðan á ensku samtímis í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þýðingu bókarinnar á íslenzku er nú langt komið og er þess vænst að hún geti komið út síðari hluta sumars. Þessi bók verður ekki prentuð í Dagrenningu heldur gefin út sérstök, og verður fyrsta bók í bókaflokki um pýramídafræði, sem Rannsóknarstofnun pýramídafræða mun gefa út. Verðið er enn ekki ákveðið, en mun ekki verða langt frá þrjátíu krónum. Kaupendur Dagrenningar og aðrir, sem vilja tryggja sér bókina ættu að panta hana hjá HELGA EINARSSYNI, Sörlaskjóli 66, Reykjavík, sími 7671. Tryggið yður eintak, þvi upplag verður ekki stórt. RANNSÓKNARSTOFNUN PÝRAMÍDAFRÆÐA Á ÍSLANDI

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.