Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 20

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 20
máttugir gegn umhverfi sínu og þróuð- ust mjög hægt. En eftir að mátturinn gegn fæðuöflunarumhverfinu minnkaði, fyrst með kornyrkju og síðar með verka- skiptingu, hefur þróunin gengið mjög hratt. Ég segi ekki, að þessi þróun sé æskileg eða góð. Að mörgu leyti er hún ill og bölvuð. En það er sýnilegt, að fjölmennt mannkyn hefði ekki getað lif- að af veiðum eingöngu eða mestmegnis, svo að eitthvað annað þurfti að korna til. Og nú höfum við þó á þennan hátt áunnið okkur tvennt: Svo rnikla þekk- ingu að ástæða er til að vona, að fæðu- öflunartæknin gæti komizt á nýtt og nógu gott stig, og hitt annað, að við er- um farnir að vinna markvisst og skipu- lega að þekkingarleit vegna þekking- arinnar sjálfrar, hvort sem nokkur lík- indi eru til að við höfum gagn af því eða ekki. Þar á ég við hina marglofuðu — og löstuðu — vísindamennsku. En hún ætti að geta komið í veg fyrir fulla stöðnun í þróuninni, þó að mönnunum fengi að líða bærilega nokkur hundruð eða þúsund ár. Annars verð ég að segja það, að ég sé enga nauðsyn á því, jafnvel ekki kost, að þróunin, yfirleitt, gangi hratt. Samkvæmt ríkjandi skoðunum á sólin að geta vermt okkur nægilega í nokkur þúsund milljónir ára enn þá, og þá ættum við að hafa tímann fyrir okkur. II. Þegar mikil nýjung ryður sér til rúms í þróuninni, fer hún aldrei ein saman, heldur veldur öðrurn nýjungum og breyttum þróunarstraumum. Svo fór um akuryrkjuna. Henni fylgdi meðal ann- ars tvennt: Söfnun og vinna. Og svo fór einnig um verkaskiptinguna, henni fylgdi stjórn og kröfur til annarra manna auk margs annars, sem ég sleppi hér að geta um. Þegar akuryrkjan hafði verið stund- uð alllangan tíma, kom það í ljós, að töluverð fyrirhöfn var henni samfara. Það þurfti að „brjóta“ landið, hreinsa annan gróður af því. Og það þurfti að halda akrinum hreinum fyrir illgresi. Svo þurfti að slá kornið, þurrka það, þreskja og geyma. Geymslan þarfnaðist góðra geymslna, þar sem kornið þurfti að geymast árlangt, og töluverð vinna var við að koma geymslunum upp og halda þeim við. Og það þurfti að girða akrana, svo að villidýr bitu þá ekki og træðu, eða þá að þeirra þurfti að gæta vel, og allt þetta kostaði vinnu. Við bætt- ist, að ekki var hægt að nota sama ak- urinn nema nokkur ár í röð, þá var frjó- kraftur moldarinnar þrotinn. Þá þurfti að flytja sig og „brjóta“ jörð og byggja geymslu á nýjan leik. Árangur varð sá, að vinnan varð til. Áður liöfðu rnenn lifað á veiðum og berja- og ávaxtatínslu. Hvorttvegja nálgast það, sem menn nú á dögum gera sér til dægrastyttingar. Það er gaman að leita þegar menn eiga von á að finna. Og enn þá meira gaman er að finna. Það er gaman að finna góða berjalaut, oft hverja af annarri. Og það er gaman og æsandi að leita veiðidýra, finna þau og fást við þau. Og þetta stæl- ir athvglina, skerpir sjón og heyrn og ályktunargáfu. Hér er grasið bælt, hér hefur skepna verið á ferð. En hvaða skepna? Leitandinn rannsakar staðinn vandlega. Liggur ekki slóð frá honum? Ef engin slóð finnst, gæti bælingin verið eftir fugla. En hitt gæti líka skeð, að slóðin væri horfin, og þá er að geta sér til, hvert sé líklegast að slóðin liggi, og leita í þá átt að einhverjum merkj- um um dýrið, sem bælt hefur grasið. 18 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.