Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 9
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Z E R M A T Það er júní 1947, sól og sumar í Sviss- landi. í hinum stóra forsal Þjóðbanda- lagshallarinnar í Genf er margt um manninn, því nú er safnast saman til fundar eftir matarhlé. Hér ægir öllu sam- an: hvítu, gulu.brúnu og svörtu fólki, körlum og konum, gömlu fólki og ungu, og hér eru töluð í senn tungumál 50 til (iO þjóða. Margir eru á einhvern liátt að búa sig undir störf dagsins, aðrir að ræða við vini og kunningja eða ,,frændur“ frá nágrannalandi. Ég stend við borð og skyggnist um eftir nýjum þingskjölum eða bók, sem nrig kynni að vanta. Þessi einkennilegi kliður allra þessara tungumála verkar á mik líkt og árniður og ég legg ekki hlust- irnar við neinu sem sagt er, enda skil ég fæst þessara tungumála. Inn á milli heyrist þó ein og ein ensk setning eða norrænt orð, en það er mér með öllu óviðkontandi. Mig varðar ekki á þessu augnabliki um neinn nema „Master distributor" og ég þykist góð- ur ef ég skil hann, og hann þvkist góður ef hann skilur mig. Þá kveður við í eyrum mér rammfs- lenzk setning: „Fjandinn hafi ]:>að, að Iiægt er að hanga hér í bænum um helg- ina. Maður verður að fara í einhvern smátúr út úr bænum." Ég leit við þeg- ar ég heyrði móðurmálið. Þarna var þá kominn, Benedikt Gröndal, forstjóri Hamars h. f. í Reykjavík og fulltrúi ís- lenzkra atvinnurekenda á þingi II,O. Hann var í hörkusamræðum við Finn Jónsson ráðherra, sem einnig sat þingið sent aðalfulltrúi íslenzku ríkisstjórnar- innar. Þegar þeir komu auga á mig við bekkinn viku þeir sér að mér og spurðu hvort við ættum ekki að fara eitthvað allir saman um lielgina. Mér leizt vel á þessa uppástungu, og ákveðið var að Gröndal „athugaði málið“. í forstofunni var ferðaskrifstofa og þar var úr ýmsum „week-end“-ferðum að velja. Eftir fund- inn hafði Benedikt Gröndal „planið“ tilbúið. „Við förum upp í Zermat,“ sagði hann. „Það kostar lítið, tekur einn og hálfan sólarhring og þar hlýtur að vera gaman á sunnudögum.“ Tillagan var samþykkt í einu hljóði. * Föstudaginn 27. júní voru farseðlarnir tilbúnir og næsta dag, laugardag 28. júní kl. 12.15 átti að leggja af stað frá járn- brautarstöðinni. „Ys á stöðinni, ys á stöðinni öskur, köll og hróp,“ k\að Davíð Stefánsson, og það átti vel við hér. Lestin var svo yfirfull af fólki, að fáir einir fengu sæti. Allir þóttust hafa tryggt sér sæti, hinir fáu starfsmenn járnbrautarinnar réðu ekki við neitt því enginn vildi þó verða eftir. Við urðum algerlega útundan með sæti og urðum að hafast við í gangin- um. Iæstarþjónninn skildi ekkert nema frönsku, en það mál var okkur ekki sér- DAGRENNING 7

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.