Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 41

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 41
„Messa Mikjáls og allra engla“ hefir frá elstu tímum verið h. 29. september hjá vestrænum þjóðum. En jafnvel þá hafði „krikjan“ misst sjónar á ástæðunni fyrir því, að þessi dagur, fremur en nokkur annar dagur ársins, skyldi vera svo órjúf- anlega tengdur hinni miklu englahátíð. KRISTUR FÆDDUR Á HÁTÍÐ LÚÐRANNA. Fæðingarár Krists, árið 2 f. K., bvrjaði nýársdagur Gyðinga (1. Tishri) um sól- setur (kl. 6 e. h.) þann 29. september, og vér vitum að Jesús fæddist um kvöldið, eða á fyrstu klukkutímum hins nýja árs. Nálega 15 öldum fyrir fæðingu Krists fyrirskipaði Guð einmitt þennan dag, 1. Tishri, í lögmáli Móse, og bauð að hann skyldi helgur haldinn ár hvert, og var hann nefndur lúðrahátíðin. Allir helgi- dagar, sem Guð fyrirskipaði í Móse-lög- um, höfðu spádómslega tímatalsmerk- ingu í sambandi við Krist, annaðhvort í fyrri komu hans eða þeirri síðari, enda hafa tilsvarandi atburðir komið fram þessa sömu daga ársins. Af orðum Jó- hannesar guðspjalls 1. kap. 14. v. „Orðið varð hold og bjó (tabernacled*) með oss“, hefir verið dregin sú skoðun, að Kristur sé fæddur á laufskálahátíðinni, en þetta er aðeins orðaleikur, því að hin táknræna eða spádómslega merking þeirrar hátíðar á ekkert skylt við fæðingu Frelsarans, hún á við síðari komu hans, eins og ótvírætt kemur í ljós hjá Sakaría, 14. kap. 16,—21. v. „En allir þeir, sem eftir verða af öllum þeim þjóðum, sem farið hafa móti Jerúsalem, munu á hverju ári fara upp þangað, til þess að *) Tabernacle = Tjaldbúð, dvalarstaður, sagnorðið þýðir — að setjast að um stundarsakir. í>ýð. halda laufskálahátíðina.“ Friðþægingar- dagurinn átti vitanlega við fórnardauða Drottins vors, eins og vér komum að síð- ar. Eini árlegi hátíðisdagurinn á síðari hluta ársins, samkvæmt Guðlegri fvrir- skipun í Móse-lögum, var lúðrahátíðin, 1. Tishri, og þess vegna er hann sá eini, er til greina getur komið sem fæðingar- dagur Krists, og eins og búast mátti við, kemur það heim við táknmálið. Það var dagurinn, þegar blásið var í básúnurnar IV. Móseb. 29., 1.). Táknleg merking lúðranna er tengd boðun og yfirlvsing- um um lausn og frelsi. Við fæðingu Krists boðuðu englarnir fyrri komu Messíasar með Jressum orðum: „Sjá ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs,“ og í sömu svipan hófst boðskapur englahersveitanna: „Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með mönnum." Lúðrahátíðin var haldin á nýjársdag og var því upphafshátíð árs- ins. Þannig hafa þessir dagar, 1. Tishri og 29. september, nú á tímum sérstaka merkingu í tímatali kristinna manna og Gyðinga, hvor um sig, og bendir hvort- tveggja til þess, að Kristur sé fæddur þeg- ar þá bar upp á sama daginn, í sitt hvoru tímatalinu, árið 2 f. K. JÓLADAGUR. Þannig er ]:>að sannað með skýrum rök- um, að jóladagur sá, er vér nú höldum, er ekki sá rétti. Hátíðin 25. desember var haldin löngu áður en Kristur fæddist. Hún var heiðin hátíð, sem gefið hefir verið kristið nafn, og flestir vorra kristnu siða (þótt sumir þeirra hafi orðið fagrir) eru af heiðnum uppruna. Hjá Rómverj- um var 25. desember hátíð Satúrnusar og hóflaus drykkjuhátíð, eins og sú ba- DAGRENNING 39

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.