Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 16

Dagrenning - 01.04.1954, Blaðsíða 16
Félagstnálaráðherrar íslands og Indlands reeð- ast við á Gornergrat. Flestum mun hafa þótt nóg um þennan síðasta áfanga og allir voru sýnilega fegn- ir þegar lestin nam staðar niðri á jafn- sléttunni í Zermat. * Þegar í stað var farið yfir í lestina, sem þarna beið okkar því hún átti raunar að vera farin, en hafði beðið eftir háfjalla- lestinni, því til hennar sást vel frá Zer- mat. Og nú var haldið niður Nikulásar- dal. Allir voru augsýnilega ánægðir með ferðalagið, en flestir dálítið þreyttir. Ég gleymdi alveg að skyggnast um eftir munkunum mínum þegar lestin stöðvað- ist sem snöggvast við St. Nikulásarklaust- ur. En nú tók ég mun betur eftir hinum mörgu rústum gamalla kastala og klaustra, sem eru þarna víðsvegar um dal- inn. Það eru leifar þeirrar menning- ar, sem vélaöld vor er nú að útrýma. í þessurn rústum liggur grafin löng og merkileg saga. Hnarreistur gnæfir þarna ennþá einn kastalaturninn uppi á hæð- inni. Hinir eru allir fallnir ef þeir hafa verið fleiri. Það væri gaman að vita eitt- hvað um þessa fallegu riddaraborg mið- aldanna, sem nú er auðn og aska. En þá ósk fæ ég ekki uppfyllta, a. m. k. ekki að þessu sinni. Lestin brunar áfram niður dalinn. Hún fer nú rniklu hraðara en þegar við fórum upp til Zermat. „Hæg er leið ti) h........,“ stendur þar. í Visp, sem raun- ar heitir fullu nafni Visp Viége, er skift um lest. Þar er borðaður góður kvöld- veður kl. 7—8, og kl. 8 kemur hraðlestin, sem flytur okkur til Lausanne. Við höf- um ágæt sæti og nú fer vel um okkur. Við höfum fyrir löngu fyrirgefið farar- stjóranum það, hve óhönduglega tókst til við upphaf fararinnar, og við sjáum nú, að hann gat raunar ekkert við því gert, og það var því best, þegar á allt er litið að lokum, að hann skyldi ekki skilja það, þegar við vorum að atyrða hann og ávíta við upphaf fararinnar, ýmist á ensku eða íslenzku. í Lausanne er en skipt um lest, en þaðan er örstutt til Genfar. Þessari skemmtilegu og lærdómsríku för er að ljúka. Hún mun seint gleymast, því hún er svo einstæð, og kostnaðurinn svo lítill á okkar mælikvarða heima á íslandi. Alls hefir hún kostað 115 sviss- neska franka á mahn, en þeir jafngiltu Jrá 175 íslenzkum krónum. 14 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.