Dagrenning - 01.08.1954, Qupperneq 16

Dagrenning - 01.08.1954, Qupperneq 16
þetta: „Uppskerustarfið á ökrunum get- ur ekki hafizt fyrr en að fjórum mánuð- um liðnum, er uppskerustarfið, sem ég hefi kallað yður til, getur hafist nú þegar, og þetta er enn áréttað í 37. og 38. v. sama kapítula, þar sem hann segir: „Því að í þessu efni er orðið satt: „Einn er sá sem sáir og annar, sem uppsker." Ég hefi sent yður til þess að uppskera það, sem þér ekki hafið unnið að, aðrir hafa erfiðað, en þér eruð gengnir inn í vinnu þeirra.“ Kornuppskeran, sem Jesús var að tala um (aðallega hveiti í Palestínu) fór fram seint í maí eða í byrjun júní. Jesús talaði þau orð, sem að framan greinir, fjórum mán- uðum áður, þ. e. í síðari hluta janúar eða byrjun febrúar, þegar hann var á leið um Samaríu, á ferð frá Júdeu til Galíleu. Eftir fyrstu páskana á kennslutímabili Jesú, þá sem haldnir voru í apríl árið 30 e. K., og getið er um í Jóhannesar guð- spjalli 2. kap. 13. v., fór hann ekki aftur frá Jerúsalem til Galileu, heldur dvald- ist í Júdeu, svo sem frá er skýrt (Jóh. 3, 22) og kenndi þar, og lærisveinar hans skírðu. Þessi fyrsta Júdeu-dvöl á kennslu- tíma hans stóð yfir eitthvað um níu mán- uði, því atvik þau, sem frá er sagt hér á undan, sýna að hann hefir ekki farið aft- ur til Galíleu fyrr en í lok janúar árið eft- ir (31 e. K.). Frásögnin ber með sér að hann og lærisveinar hans hafa ekki ferð- ast hratt, heldur hafa þeir kennt á leið- inni og því ekki komið til Galíleu fyrr en snemma í febrúar. En páskar voru það ár í lok næsta mánaðar. (27. marz um sól- setur). Af þessu leiðir, að Jesús hefir ekki getað verið um kyrrt í Galíleu nema nokkrar vikur, því að hann þurfti að fara aftur til Jerúsalem, samkvæmt lögmál- inu, sem krafist var að hann héldi út í æsar. Hann varð að vera í Jerúsalem á páskum. Síðasti hluti 4. kap. Jóhannesar guðspjalls og upphaf þess 5. skýra ná- kvæmlega frá því sem skeði. í 4. kap. 53. —54. v. er sagt frá komu hans til Galí- leu, hinum góðu viðtökum, sem hann fékk þar, einu kraftaverki, er hann gerði, og síðan segir í næsta versi (5, 1). „Eftir þetta var hátíð Gyðinga, og Jesús fór upp til Jerúsalem." Púrím-hátíðin var hald- in mánuði á undan páskum, en það get- ur ekki verið sú hátíð, sem átt er við, sök- um þess að menn þurftu ekki að vera í Jerúsalem púrímdagana. Þá gat hver Gyðingur haldið helga þar sem hann var staddur, en guðspjallið tekur skýrt fram, að Jesús hafi farið til Jerúsalem. Púrím- dagamir voru a. m. k. ekki hátíð, sem haldin var eftir guðlegri fyrirskipun. Hún var fremur þjóðræknishátíð en trú- arlegs eðlis, og engin lagaleg skylda að taka þátt í henni. Hún var haldin með háværð og drykkjuskap í hverju héraði um allt Landið helga, og engin skylda að fara til Jerúsalem. Aðeins þeir, sem bjuggu í nágrenni borgarinnar fóru þangað púrímdaganna. Á þeim tíma árs- ins, sem Jesús fór aftur til Galíleu í þetta skipti, voru páskar fyrsta Jerúsalem-há- tíðin, sem haldin var, og lögum sam- kvæmt var öllum karlmönnum skylt að koma þangað. Þess vegna hefir þessi hátíð Gyðinga, sem talað er um í 5. kap. 1. v. Jóhannesar guðspjalls, ekki getað verið önnur en páskarnir. Aðal mótbáran gegn því að hátíðin, sem um getur í 5. kap. 1. v. Jóhannesar guðspjalls, hafi verið páskar er sú, að í vorri ensku Biblíu er hún nefnd „Gyð- ingahátíð",1) en venjulega eru páskarnir kallaðir „Gyðingahátíðin".2) En á það skal bent, að í mörgum hinna elstu og 1) „a feast of the Jews.“ 2) „The feast of the Jews.“ Þýð. 14 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.