Dagrenning - 01.08.1954, Blaðsíða 28
Hinar
"sjötíu” spádómsvikur Daníels
eða 4 9 0 á r
- sólarár og tunglár
Umboðsskrá Ezra
til að endurreisa
Jerúsalem
útgefin vorið
458 f. Kr.
-------- 490 SÓLARÁR-------
|------490 TUNGLÁR—
Vorið
444 f. Kr.
Nehemia fær
fyrirskipun um
að endurreisa
borgarmúrana.
Krossfesting,
upprisa og
uppstigning
Krists
vorið
33 e. Kr.
verða“ (Matth. 23 : 38„ Mark. 13 : 2).
En hin raunverulega fullnæging þessa
dóms fór ekki fram fyrr en í sjö ára stríð-
inu rómverska, árin 66—73 e. K., eða ná-
kvæmlega 40 árum eftir að 70. vikunni í
spádómi Daníels lauk (26—33 e. K.). Það
er þessi hryllilega eyðing Gyðinga af
völdum Rómverja, samkvæmt dómnum,
er Kristur kvað upp í 70. „vikunni“, 40
árum áður, sem átt er við í 26. versinu.
Ef vér því höfum í huga, að spádóm-
urinn er sagður fram samkvæmt guð-
legu sjónarmiði, munum vér skilja að
orðin „um miðja vikuna mun hann af-
nema sláturfórn og matfórn" eiga ekki
við fullkomnunina á fórn Krists á Gol-
gata, heldur þegar Kristur bauð fram
fórnina og Guð veitti henni viðtöku, í
Jórdan. Og í Hebreabréfinu, 10. kap 4.
v. er greinilega útskýrt, að blóð liafra og
nauta gat ekki burt numið syndir, en var
aðeins tákn hinnar raunverulegu fórnar,
endurtekið ár hvert, en þegar Jesús iiafði
fært hina raunverulegu fórn, nægði hún
í eitt skipti fyrir öll og þurfti ekki að
endurtakast. Hinn innblásni bréfritari
segir því: „Hann (Kristur) tekur burt
hið fyrra [táknfórnirnar] til þess að stað-
festa hið síðara [hina raunverulegu
fórn] eða með öðrum orðum: hann ,.af-
nam sláturfórn og matfórn", í augum
Guðs. Síðan segir hinn innblásni hréf-
ritari oss, hvenær þetta skeði, þ. e. hve-
nær Kristur fómaði sér: „Sjá, ég er kom-
26 DAGRENN I NG