Dagrenning - 01.08.1954, Síða 36
ingar, þá er það um fyrri hluta hennar
að segja, að þegar hefur verið sýnt fram á,
að Egyptar neyttu að mestu leyti sömu
fæðu og ísraelsmenn.
3. Þá hefur því verið lýst yfir, að
ógerningur sé að skýra markalínuna með
öðru en gjörræðisvilja Guðs. En þessu
ætti að vera nægilegt að svara með því, að
Guð beitir ekki gjörræði í samskiptum
sínum við mennina, og þess vegna er
þessi hugmynd gersamlega út í loftið.
4. Þá er sú skoðun útbreidd, að grein-
ingin sé að mestu eða öllu leyti byggð
á táknrænum grundvelli. Sumir hafa
sett hana í samband við þá niðurlægingu,
sem öll sköpunin komst í við fall manns-
ins. Það sem jafna mætti til siðferðilegrar
spillingar í eðli sumra dýra, hefur verið
heimfært upp á hin óhreinu dýr lögmáls-
ins með fremur veigalitlum rökum. Sum-
ir síðari tíma höfundar hafa troðið slóðir
hinna fornu feðra, eða ef til vill öllu
heldur lagt bókstaflegan skilning í lík-
ingamál þeirra, og heimfært táknmálið
upp á einstök einkenni í sköpulagi og
bvggingu dýranna og fengið út úr því
reglur, sem þeir aðgreina þau eftir í
hreina og óhreina dýraflokka. Klofna
klaufin, sem stendur örugglega á jörð-
inni, en er þó vel löguð til hreyfingar,
liefur verið tekin sem tákn um stöðug-
leik trúmannsins á vegferð lífsins. Jórtr-
unin er talin eiga að minna Israelsmenn
á skyldu þeirra til þess að temja sér sí
endurtekna hugleiðslu um hin guðlegu
áform. Eins og uggar fiskanna eru til þess
að lyfta þeim upp úr leðjunni, sem kvik-
indi eins og állinn hafast við í, þannig
eiga bænin og trúin að hefja sálina upp
úr myrkri og spillingu.
Formælendum þessarar kenningar sést
þó yfir þær staðreyndir, að mannýgt blót-
neytið og mislynd geitin eru hrein dýr, en
gæflyndur úlfaldinn og hérinn eru ó-
hreinir. Ennfremur má rninna á það, að
hófur hins óhreina hests og fótur hins
óhreina úlfalda eru betur til þess fallnir,
að tákna ytra líf liins staðfasta trúmanns,
heldur en fótur uxans eða sauðkindar-
innar.
Skynsamlegasta skoðunin.
5. Enn er ein skýring eftir, og hún
er sú að fæðislöggjöf Guðs sé aðallega
byggð á heilbrigðisgrundvelli — kjöt
óhreinu dýranna sé talið óholt. Það skal
haft í huga, að flokkunin í hrein og
óhrein dýr kom ekki fyrst til sögunnar
þegar lögmálið var gefið. Hún var þekkt
fyrir syndaflóðið og strax þar á eftir (sbr.
I. Móseb. 7: 2, 3 og 8: 20) Ennfremur
sjáum vér að mest öll dýrafæða, sem
menningarþjóðirnar neyta, hefur á öllum
tímum verið af sömu dýrategundum.
Jórturdýr, hænsnfuglar og aðrir fuglar,
sem lifa á jurtafæðu, eru auðsjáanlega
þær tegundir, sem allur þorri manna vill
helzt.
Eðlishneigð vor bendir einnig í sömu
átt. Öllum býður við höggormum og
pöddum. Engum geðjast að sköpulagi
svínsins eða háttum þess. Oss hryllir við
liugsuninni um að borða kjöt af lrýenu
eða gammi. Þegar vér heyrum að til sé
fólk, er leggi sér til munns lirfur, snigla
og orma og þyki trjámaðkur hið mesta
hnossgæti, virðist viðbjóður sá, senr þetta
vekur hjá oss, eiga sér dýpri rætur en svo,
að það verði skýrt með því sem vér nefn-
unr almenna siðfágun. Það breytir ekki
vitund niðurstöðunni þótt sumir á meðal
vor hafi unnið bug á þessari ónotatil-
finningu að því er snertir ostrur og svín.
Það getur áreiðanlega ekki verið ösam-
boðið Guði ísraels, sem lét sér annt um
heilsu og velferð nrannsins í heild, ekki
34 DAGRENN I NG