Dagrenning - 01.08.1954, Page 40
sér um sykur, vegna þess að hann getur
ekki „brennt“ honum.
Bæði læknavísindin og sálfræðin eru
á einu máli um það, að ofdrykkja sé
sjúkdómur, að löngun ofdrykkjumanns-
ins í áfengi sé miklu meiri en svo að
hann ráði við hana, og að þörf hans fyrir
áfengi sé ekki hægt að lækna varan-
lega með neinni læknisaðgerð né með
viljaþreki manns einu saman.
Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram
um orsakir ofdrykkju. Ein er sú, að of-
drykkjan stafi af efnabreytingum í lík-
amanum, sem valdi ofnæmi; önnur sú,
að orsakir ofdrykkju sé skortur á jafn-
vægi tilfinningalífsins eða vanþroski.
Sumir halda, að hún stafi af uppgjöf eða
skorti á viljaþreki, að menn flýi frá líf-
inu vegna minnimáttarkenndar eða
annarra tilfinninga svipaðs eðlis. Það
má vera, að hver og ein þessara
kenninga sé rétt að nokkru eða öllu
leyti, en reynsla okkar er sú, að þegar
það rennur upp fyrir manni, að hann
þjáist af ofdrykkju og reynir af alhug
að yfirvinna hana, skiptir það hann ekki
svo miklu máli, hver orsökin hefur verið,
heldur hitt, livað hann verði að gera
til þess að hætta að drekka. Það sem
hann fyrst og fremst vill fá að vita er:
Hvernig get ég hætt? A.A. hjálpaði
okkur að finna svarið.
VI. Hve fljótt læknast ég?
Ef þú átt við, hvenær þú getir aftur
farið að drekkka í hófi, er svarið: aldrei.
Reynsla lækna, sálfræðinga og okkar
sjálfra er sú, að lang flestir þeirra, sem
misst hafa stjórn á sér og farið yfir
mörkin milli hófdrykkju og ofdrykkju
eða tilheyra þeim hópum, sem lýst er í
grein III hér á undan, geta aldrei drukk-
ið í hófi.
Ef þú hins vegar átt við, hvenær þú
losnir við löngunina í áfengi, fer svar-
ið eftir því, hve fljótt þú getur skipt um
frá núverandi líferni og öðlast aðra lífs-
skoðun. Það, hve fljótt jm losnar við
áfengislöngunina, fer næstum eingöngu
eftir því, af hve mikilli einlægni og at-
orku þú beitir þér að áætlun A.A., sem
miðar að lífi án áfengis. Sumir losna
næstum strax, aðrir þurfa aftur á móti
lengri tíma til að yfirstíga löngunina.
En sé maðurinn alveg ákveðinn í að
hætta að drekka og þjáist ekki af sál-
sýki, getur ekki illa farið, svo framar-
lega sem hann af trúmennsku og ein-
beitni fylgir ráðleggingum A.A.
VII. Hvers vegna getur A.A. hjálpað
mér fyrst aðrir gátu það ekki?
Vegna þess að A.A. tengir sainan
grundvallar orsakir ofdrykkju og meg-
inþætti réttar lækningar drykkju-
manna. Félagið ráðleggur þér að leita
læknishjálpar við líkamlegri vanheilsu,
ef hún er nokkur; afturhvarf til Guðs
þíns þér til andlegrar styrktar; yfirbót
drýgðra misgerða þinna, að svo miklu
leyti, sem það er hægt, til þess að losa
huga þinn við innri baráttu. Það sér þér
fyrir félagsstarfi og íþróttum, til þess að
veita útrás taugaspenningi og beina starf-
semi undirvitundarinnar á eðlilegar
brautir.
A.A. býður vináttu og skilning slíkan
sem þú hefur sennilega ekki átt að
mæta í mörg ár. Þér veitast tækifæri
til samræðna við félagsmenn, sem skilja
málin til hlýtar og geta þess vegna hjálp-
að þér til þess að losna við vanmáttar-
kenndir, svartsýni og sjálfsásakanir.
Og að lokum, þér veitast tækifæri til
að hjálpa öðrum á sama hátt og þér
mun verða hjálpað.
38 DAGRENNING